Lokahátíð Stóru upplestarkeppninnar í Mosfellsbæ var haldin í Kvíslarskóla fimmtudaginn 23. mars.
Þar kepptu til úrslita 12 nemendur úr 7. bekk frá þremur grunnskólum Mosfellsbæjar, Helgafellsskóla, Lágafellsskóla og Kvíslarskóla.
Keppendur lásu svipmyndir úr sögunni Blokkin á heimsenda eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur og ljóð eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Auk þess lásu keppendur ljóð sem þeir völdu sjálfir.
Allir keppendur fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna, bókargjöf og rós frá Mosfellsbæ.
Úrslit urðu þau að Elín Helga Jónsdóttir nemandi í Kvíslarskóla varð í fyrsta sæti, Ingibjörg Guðný Guðmundsdóttir nemandi í Kvíslarskóla varð í öðru sæti og Hrafnhildur Rut Njálsdóttir nemandi í Lágafellsskóla varð í þriðja sæti. Allar fengu þær gjafakort í verðlaun og bæjarstjóri afhenti sigurvegaranum bikarinn.
Nemendur frá Listaskóla Mosfellsbæjar sáu um tónlistarflutning og nemendur frá Kvíslarskóla og Lágafellsskóla lásu ljóð á pólsku og rússnesku.
Veittar voru viðurkenningar fyrir skemmtilegar myndir í dagskrá keppninnar en efnt var til myndasamkeppni í 7. bekkjum skólanna. Viðurkenningu hlutu fjórir nemendur.
Elín Helga Jónsdóttir nemandi í Kvíslarskóla varð í fyrsta sæti, Ingibjörg Guðný Guðmundsdóttir nemandi í Kvíslarskóla varð í öðru sæti og Hrafnhildur Rut Njálsdóttir nemandi í Lágafellsskóla varð í þriðja sæti.
Tengt efni
Verkföll sem hafa áhrif á starfsemi allra leikskóla og grunnskóla í næstu viku
Aðildarfélög BSRB hafa boðað verkföll í næstu viku og standa samningaviðræður enn yfir.
Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2023-2024
Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2023-2024 fer fram á þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Öskudagurinn 2023
Kennsla stendur til kl. 13:30 í grunnskólum Mosfellsbæjar í dag Öskudag.