Stóra upplestrarkeppnin verður haldin í Lágafellsskóla fimmtudaginn 21. mars kl. 17:00.
Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið úr grunnskólum Mosfellsbæjar, lesa brot úr skáldverki og flytja ljóð. Dómnefnd velur þrjá bestu upplesarana og veitir verðlaun. Hljóðfæraleikarar frá Listaskóla Mosfellsbæjar sjá um tónlistarflutning.
Skáld keppninnar að þessu sinni eru Björk Jakobsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason.
Öll velkomin!
Tengt efni
Vetrarfrí í Mosfellsbæ 2024
Bréf til foreldra vegna vopnaburðar barna og ungmenna
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Mosfellsbæ
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum er hafið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ.