Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. maí 2021

Loka­há­tíð Stóru upp­lestr­ar­keppn­inn­ar í Mos­fells­bæ var hald­in í Lága­fells­skóla þann 18. maí.

Þar kepptu til úr­slita 11 nem­end­ur úr 7. bekk í þrem­ur grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar, Helga­fells­skóla, Lága­fells­skóla og Varmár­skóla.

Úr­slit urðu þau að Ingi Ragn­ar Inga­son í Lága­fells­skóla varð í fyrsta sæti, Karólína Björg Árna­dótt­ir í Varmár­skóla varð í öðru sæti og Farah Mehica í Helga­fells­skóla varð í þriðja sæti.

Kepp­end­ur lásu brot úr sög­unni Kenn­ar­inn sem hvarf eft­ir Bergrúnu Ír­isi Sæv­ars­dótt­ur og ljóð eft­ir Kristján frá Djúpa­læk. Auk þess lásu kepp­end­ur ljóð sem þeir völdu sjálf­ir.

Nem­end­ur í Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar sáu um tón­listar­flutn­ing.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00