Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Mosfellsbæ var haldin í Lágafellsskóla þann 18. maí.
Þar kepptu til úrslita 11 nemendur úr 7. bekk í þremur grunnskólum Mosfellsbæjar, Helgafellsskóla, Lágafellsskóla og Varmárskóla.
Úrslit urðu þau að Ingi Ragnar Ingason í Lágafellsskóla varð í fyrsta sæti, Karólína Björg Árnadóttir í Varmárskóla varð í öðru sæti og Farah Mehica í Helgafellsskóla varð í þriðja sæti.
Keppendur lásu brot úr sögunni Kennarinn sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk. Auk þess lásu keppendur ljóð sem þeir völdu sjálfir.
Nemendur í Listaskóla Mosfellsbæjar sáu um tónlistarflutning.
Tengt efni
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar styrkir efnileg ungmenni
Á dögunum veitti íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar styrki til ungra og efnilegra ungmenna.
Vel heppnað barna- og ungmennaþing
Barna- og ungmennaþing í Mosfellsbæ var haldið í Hlégarði 13. apríl þar sem um 90 nemendur í 5. – 10. bekk í Mosfellsbæ tóku þátt.
Barna- og ungmennaþing 13. apríl 2023 - Skráning stendur yfir
Barna- og ungmennaþing verður haldið í fyrsta sinn í Mosfellsbæ þann 13. apríl 2023.