Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk fór fram í Varmárskóla þann 28. mars.
10 nemendur úr grunnskólum Mosfellsbæjar, Lágafellsskóla og Varmárskóla kepptu til úrslita.
Úrslitin urðu þannig að Alex Máni Hrannarsson í Lágafellsskóla, varð í fyrsta sæti, Aron Valur Gunnlaugsson í Lágafellsskóla varð í öðru sæti og Halla Katrín W. Ólafsdóttir í Varmárskóla varð í þriðja sæti.
Margt var um manninn á þessari hátíðlegu lokahátíð og fengu gestir að heyra keppendur lesa brot úr sögunni Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson og ljóð eftir Önnu Sigrúnu Snorradóttur. Auk þess lásu keppendur ljóð sem þeir völdu sjálfir. Skólakór Varmárskóla söng nokkur lög.
Tengt efni
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar styrkir efnileg ungmenni
Á dögunum veitti íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar styrki til ungra og efnilegra ungmenna.
Vel heppnað barna- og ungmennaþing
Barna- og ungmennaþing í Mosfellsbæ var haldið í Hlégarði 13. apríl þar sem um 90 nemendur í 5. – 10. bekk í Mosfellsbæ tóku þátt.
Barna- og ungmennaþing 13. apríl 2023 - Skráning stendur yfir
Barna- og ungmennaþing verður haldið í fyrsta sinn í Mosfellsbæ þann 13. apríl 2023.