Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk fór fram í Varmárskóla þann 28. mars.
10 nemendur úr grunnskólum Mosfellsbæjar, Lágafellsskóla og Varmárskóla kepptu til úrslita.
Úrslitin urðu þannig að Alex Máni Hrannarsson í Lágafellsskóla, varð í fyrsta sæti, Aron Valur Gunnlaugsson í Lágafellsskóla varð í öðru sæti og Halla Katrín W. Ólafsdóttir í Varmárskóla varð í þriðja sæti.
Margt var um manninn á þessari hátíðlegu lokahátíð og fengu gestir að heyra keppendur lesa brot úr sögunni Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson og ljóð eftir Önnu Sigrúnu Snorradóttur. Auk þess lásu keppendur ljóð sem þeir völdu sjálfir. Skólakór Varmárskóla söng nokkur lög.
Tengt efni
Nemendur úr Helgafellsskóla plöntuðu birkiplöntum
Tveir vinabekkir 1.B og 8.B úr Helgafellsskóla plöntuðu birkiplöntum úr Yrkjusjóði nálægt Köldukvísl nýlega.
Frístundaávísun hækkar
Þann 15. ágúst hófst nýtt tímabil frístundaávísunar í Mosfellsbæ.
Líf og fjör í Mosó í allt sumar
Það er nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar.