Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk fór fram í hátíðarsal Varmárskóla fimmtudagskvöldið 10. mars.
10 nemendur úr grunnskólum Mosfellsbæjar, Lágafellsskóla og Varmárskóla kepptu til úrslita. Úrslitin urðu þannig að Bjarni Kristbjörnsson úr Varmárskóla varð í fyrsta sæti, Hálfdán Árni Jónsson úr Varmárskóla varð í öðru sæti og Bengta Kristín Methúsalemsdóttir úr Lágafellsskóla varð í þriðja sæti.
Margt var um manninn á þessu hátíðlega kvöldi og fengu gestir að heyra keppendur lesa brot úr sögunni Flugan sem stöðvaði stríðið eftir Bryndísi Björgvinsdóttur og ljóð eftir Guðmund Böðvarsson. Auk þess lásu keppendur ljóð sem þeir völdu sjálfir. Skólakór Varmárskóla söng þrjú lög auk þess sem þrír nemendur úr Listaskóla Mosfellsbæjar fluttu lifandi tónlist.
Tengt efni
Vetrarfrí í Mosfellsbæ 2024
Bréf til foreldra vegna vopnaburðar barna og ungmenna
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Mosfellsbæ
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum er hafið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ.