Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. febrúar 2015

Í dag, föstu­dag­inn 20. des­em­ber, fer fyrsta út­skrift­in í nýju hús­næði skól­ans fram.

Þetta er því merk stund í sögu skól­ans. FMOS er að út­skrifa 29 stúd­enta, 25 af fé­lags- og hug­vís­inda­braut og 4 af nátt­úru­vís­inda­braut. Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar mun af­henda verð­laun þeim sem fá hæstu einkunn.

Um 250 nem­end­ur stunda nám við skól­ann sem hef­ur ver­ið í bráða­birgða­hús­næði í Brú­ar­landi frá stofn­un árið 2009. Eft­ir ára­mót hefst kennsla í nýju glæsi­legu skóla­hús­næði. Nem­end­um í skól­an­um mun fjölga jafnt og þétt næstu miss­eri en nýja hús­ið mun rúma um 500 nem­end­ur. Skipu­lag kennslu­rýmanna í nýj­um húsa­kynn­um tek­ur mið af verk­efnamið­uð­um kennslu­hátt­um FMOS með blöndu af litl­um og stór­um stof­um og opn­um rým­um.

Breyt­ing­in fyr­ir nem­end­ur verð­ur mjög mik­il því í nýju kennslu­rýmun­um verð­ur nóg pláss til að stunda nám­ið, bæði í kennslu­stund­um og til verk­efna­vinnu utan þeirra sem hef­ur sár­lega vantað í þrengsl­un­um í Brú­ar­landi. Mesta breyt­ing­in verð­ur þó á að­stöðu til verk­legr­ar kennslu í raun­grein­um og óhætt er að full­yrða að raun­greina­stof­urn­ar í nýja hús­inu verða með best búnu raun­greina­stof­um á land­inu. Starfs­að­staða kenn­ara og ann­arra starfs­manna verð­ur einn­ig bætt til mik­illa muna.

All­ir vel­unn­ar­ar skól­ans eru vel­komn­ir á þessa há­tíð.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00