Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. maí 2021

Þrátt fyr­ir úr­komu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu und­an­farna daga þá hef­ur ógn­inni á gróð­ureld­um ekki ver­ið af­stýrt þar sem gróð­ur og sina eru enn­þá mjög þurr.

Öll með­ferð elds er strang­lega bönn­uð á öll­um gróð­ur­svæð­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þar með tal­ið í Kjós­ar­hreppi. Í því felst með­al ann­ars að ekki er heim­ilt að reykja eða not­ast við verk­færi sem geta skap­að neista. Spá­in framund­an er ekki hag­stæð þ.e. ekki er von á mik­illi rign­ingu á næst­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og reynd­ar ekki lík­legt að það rigni fyrr en um aðra helgi.

Þessi svæði eru með­al ann­ars inn í hverf­um og þekkt úti­vist­ar­svæði sem ná yfir stórt land­svæði og vilj­um við biðla til al­menn­ings að hjálpa okk­ur að hafa að­gát á þess­um svæð­um. Ef þið verð­ið vör við eitt­hvað sem gæti vald­ið bruna til­kynn­ið það strax til 112. Sér­stak­lega vilj­um við biðja þá ein­stak­linga sem eru á flugi yfir þess­um svæð­um eða eru að taka mynd­ir með drón­um að vera vak­andi fyr­ir hugs­an­legri elds­hættu eða eld­um og láta 112 vita ef minnsti mögu­leiki er á slíku.

Við stönd­um frammi fyr­ir mik­illi hættu á gróð­ureld­um þessa dag­ana vegna lít­ill­ar úr­komu og mik­illa þurrka. Það er mik­ið í húfi fyr­ir okk­ur og ekki síst nátt­úr­una og mik­il­vægt að við séum vak­andi fyr­ir mögu­leg­um hætt­um til að fyr­ir­byggja fleiri gróð­urelda.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00