Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. júlí 2024

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra hef­ur stað­fest stjórn­un­ar- og verndaráætlun fyr­ir friðland­ið við Varmárósa í Mos­fells­bæ.

Friðland­ið við Varmárósa var frið­lýst árið 1980 og síð­an stækkað árið 2021. Markmið frið­lýs­ing­ar­inn­ar er að vernda og við­halda fitjasefi og bú­svæði þess, sem og nátt­úru­legu ástandi vot­lend­is svæð­is­ins, ásamt sér­stöku gróð­ur­fari og bú­svæði fyr­ir fugla. Einn­ig er mark­mið­ið að tryggja rann­sókn­ir og vökt­un á líf­ríki svæð­is­ins og jafn­framt skal unn­ið að því að treysta úti­vist­ar-, rann­sókna – og fræðslu­gildi svæð­is­ins.

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra: „Varmárós­ar eru eitt af mörg­um frið­lýst­um svæð­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hér stönd­um við vörð um afar sjald­gæfa plöntu, fitja­sef sem ein­göngu finnst á tveim­ur stöð­um á land­inu en einn­ig vernd­um við bú­svæði fugla og tryggj­um að hér sé hægt að njóta nátt­úr­unn­ar á ábyrg­an hátt. Það er ánægju­legt að stað­festa stjórn­un­ar- og verndaráætlun fyr­ir svæði sem hef­ur mik­ið gildi með til­liti til líf­fræði­legr­ar fjöl­breytni og lýð­heilsu.“

Í stjórn­un­ar- og verndaráætlun er mörk­uð stefna um hvern­ig tryggja megi vernd nátt­úru minja frið­lands­ins og við­halda vernd­ar­gildi þess í sátt við nær sam­fé­lag og aðra hag að­ila.

Frið­land er einn flokk­ur frið­lýstra svæða sem hef­ur það að mark­miði að vernda til­tekn­ar vist­gerð­ir og bú­svæði og styrkja vernd­un teg­unda líf­vera sem eru sjald­gæf­ar eða í hættu sam­kvæmt
út­gefn­um vál­ist­um, eða til að vernda líf­ríki sem er sér­stak­lega fjöl­breytt eða sér­stætt.


Efri mynd:
Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra, og Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar, við stað­fest­ingu stjórn­un­ar- og verndaráætl­un­ar fyr­ir friðland­ið við Varmárósa í Mos­fells­bæ.

Neðri mynd:
Frá vinstri: Inga Dóra Hrólfs­dótt­ir Um­hverf­is­stofn­un, Heiða Ág­ústs­dótt­ir Mos­fells­bær, Dóra Lind Pálm­ars­dótt­ir Mos­fells­bær, Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son um­hverf­is­ráð­herra, Ás­geir Sveins­son bæj­ar­full­trúi Mos­fells­bæ, Þor­björg Sól­bjarts­dótt­ir um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar, Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar, Lovísa Jóns­dótt­ir bæj­ar­full­trúi, Jana Katrín Knúts­dótt­ir bæj­ar­full­trúi og Helga Jó­hann­es­dótt­ir bæj­ar­full­trúi.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00