Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. september 2023

Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti samhljóða á fundi sín­um síðastliðinn fimmtu­dag, 14. september, við­auka við eig­enda­sam­komu­lag  um urð­un í Álfs­nesi.  Við­auk­inn kveð­ur á um fram­leng­ingu á nýt­ingu urð­un­ar­stað­ar­ins að há­marki til árs­loka 2030 fyr­ir óvirk­an úr­gang. Viðaukinn verður lagður fyrir öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu en auk Mosfellsbæjar hefur borgarráð Reykjavíkur afgreitt viðaukann fyrir sitt leyti.

Sett eru stíf skil­yrði fyr­ir fram­kvæmd­inni sem eru eft­ir­tal­in:

  • Urð­un á lykt­ar­sterk­um og líf­ræn­um úr­gangi verð­ur hætt 31. des­em­ber 2023
  • Bland­að­ur og bagg­að­ur úr­gang­ur verð­ur ekki urð­að­ur í Álfs­nesi eft­ir 31. des­em­ber 2023
  • Brennslu­stöð fyr­ir úr­gang verð­ur ekki reist i Álfs­nesi
  • Til að lág­marka sjón­ræn grenndaráhrif verð­ur opn­uð ný rein til urð­un­ar á óvirk­um úr­gangi í norð­an­verðu Álfs­nesi árið 2024
  • Sorpa mun vinna mark­visst að því að finna nýj­an urð­un­ar­stað og sam­hliða leita leiða til að draga úr allri urð­un í Álfs­nesi
  • Sorpa fer í að­gerð­ir til að lág­marka lykt­ar­meng­un s.s. með því að auka veru­lega við jarð­vegs- og gróð­ur­þekju urð­un­ar­stað­ar­ins
  • Unn­ið verði mark­visst að víða­vangs­hreins­un í Álfs­nesi og skóg­rækt
  • Sorpa mun standa fyr­ir hug­mynda­sam­keppni um frá­gang og fram­tíð­ar­sýn svæð­is urð­un­ar­stað­ar í Álfs­nesi á ár­inu 2024

Bæj­ar­ráð bók­aði svohljóð­andi vegna máls­ins:

Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar lýs­ir yfir von­brigð­um með að urð­un í Álfs­nesi verði ekki hætt í árs­lok líkt og eig­enda­sam­komu­lag frá ár­inu 2013 með síð­ari við­auk­um um með­höndl­un úr­gangs í Álfs­nesi kveð­ur á um. Ein helsta ástæða fyr­ir því er að ann­ar urð­un­ar­stað­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið hef­ur ekki fund­ist.

Sá við­auki við eig­enda­sam­komu­lag­ið sem nú ligg­ur fyr­ir kveð­ur á um fram­leng­ingu á nýt­ingu urð­un­ar­stað­ar í Álfs­nesi til árs­loka 2030 fyr­ir óvirk­an úr­gang. Sett eru stíf skil­yrði um að urð­un alls líf­ræns úr­gangs verði hætt 31. des­em­ber 2023. Þar að auki kveð­ur sam­komu­lag­ið á um víð­tæk­ar að­gerð­ir til að koma í veg fyr­ir lykt­ar- og sjón­meng­un auk um­fangs­mik­ill­ar skóg­rækt­ar í Álfs­nesi.

Til að tryggja eft­ir­fylgni við sam­komu­lag­ið verð­ur sett á fót þriggja manna verk­efna­stjórn sem bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar mun sitja í. Bæj­ar­ráð legg­ur áherslu á að verk­efna­stjórn­in tryggi að vinna við leit að nýj­um urð­un­ar­stað verði í for­gangi þannig að unnt verði að hætta urð­un í Álfs­nesi sem fyrst. Er lögð áhersla á að verk­efna­stjórn skili fram­vindu­skýrslu til eig­enda tvisvar á ári.

Með­al ann­ars í ljósi þess að hætt verð­ur að urða líf­ræn­an úr­gang, að út­flutn­ing­ur á bögg­uð­um úr­gangi er að hefjast auk þeirra skil­yrða sem fram koma í sam­komu­lag­inu sam­þykk­ir bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar fyr­ir­liggj­andi við­auka við eig­enda­sam­komu­lag­ið með þeim skil­yrð­um sem þar koma fram, þ.á.m. að urð­un verði al­far­ið hætt í árs­lok 2030.

Bæj­ar­stjóra er fal­ið að und­ir­rita sam­komu­lag­ið fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar.

Á næstu vik­um mun út­flutn­ing­ur hefjast á bögg­uð­um og blönd­uð­um úr­gangi en sænska fyr­ir­tæk­ið Stena mun taka við úr­gangn­um til brennslu.  Áætl­að er að 40-50 þús­und tonn af bögg­uð­um úr­gangi hafi verið urð­uð ár­lega í Álfsnesi. Þá er hafið verkefni í samstarfi SSH og umhverfisráðuneytisins þar sem verið er að skoða kosti þess að reisa sorpbrennslu í Helguvík.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00