Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. janúar 2025

Bæj­ar­blað­ið Mos­fell­ing­ur stend­ur nú fyr­ir val­inu á Mos­fell­ingi árs­ins í 20. sinn.

Mos­fell­ing­ur árs­ins 2024 er Magnús Már Ein­ars­son þjálf­ari meist­ara­flokks karla hjá Aft­ur­eld­ingu. Maggi, eins og hann er alltaf kall­að­ur, af­rek­aði það á síð­asta tíma­bili að koma knatt­spyrnu­liði Aft­ur­eld­ing­ar í efstu deild. Þetta er í fysta skipti sem karla­lið Aft­ur­eld­ing­ar spil­ar í deild þeirra bestu en síð­asta haust átti knatt­spyrnu­deild­in 50 ára af­mæli. „Ég er mjög þakk­lát­ur og snort­inn að fá þessi verð­laun frá besta blaði í heimi. Fyr­ir mig per­sónu­lega eru þetta skemmti­leg­ustu verð­laun sem ég hef feng­ið á æv­inni,“ seg­ir Magnús Már.

„Mér finnst þessi verð­laun vera fyr­ir alla sem hafa hjálp­að Aft­ur­eld­ingu að kom­ast upp í efstu deild. Leik­manna­hóp­ur­inn hef­ur lagt mikla vinnu á sig und­an­farin ár og flest­ir leik­menn okk­ar eru upp­al­d­ir hjá Aft­ur­eld­ingu eða hafa ver­ið mjög lengi hjá fé­lag­inu. Þjálf­arat­eym­ið er frá­bært og má þar fyrst­an nefna Enes Cog­ic að­stoð­ar­þjálf­ara en hann hef­ur starfað með mér frá fyrsta degi og ver­ið mér stoð og stytta. Sjálf­boða­lið­arn­ir og stjórn meist­ara­flokks­ráðs, með Gísla formann í broddi fylk­ing­ar, eiga ótrú­lega mik­inn þátt í þessu líka sem og auð­vitað stuðn­ings­menn og styrktarað­il­ar. Þá vil ég nýta tæki­fær­ið og þakka fjöl­skyldu minni fyr­ir stuðn­ing­inn og sér­stak­lega for­eldr­um mín­um og Önnu Guð­rúnu eig­in­konu minni.“

Maggi er upp­al­in Mos­fell­ing­ur, hann byrj­aði að æfa fót­bolta með 6. flokki árið 1998 og spil­aði upp alla yngri flokka í Aft­ur­eld­ingu og tók við sem að­al­þjálf­ari liðs­ins 2019.

Það hef­ur ver­ið draum­ur Magga frá barnæsku að sjá Aft­ur­eld­ingu spila í efstu deild. „Ég byrj­aði að mæta á alla leiki hjá meist­ara­flokki 1999 og hef varla misst úr leik síð­an. Ég byrj­aði sem boltastrák­ur á Tungu­bökk­um, sat þar fyr­ir aft­an mark­ið með hest­un­um. Svo mætti ég sem stuðn­ing­mað­ur, fljót­lega tók ég að mér að út­búa leik­skrár fyr­ir alla leiki, síð­an varð ég leik­mað­ur, að­stoð­ar­þjálf­ari og nú þjálf­ari. Það hef­ur margt breyst síð­an ég sat þarna á Tungu­bökk­un­um með hest­un­um, en þá var Aft­ur­eld­ing í neðstu deild,“ seg­ir Maggi en mark­mið­ið var skýrt frá upp­hafi og það var að koma lið­inu upp í efstu deild.

Magnús Már tek­ur við við­ur­kenn­ingu úr hönd­um Hilmars Gunn­ars­son­ar rit­stjóra Mos­fell­ings.


Mynd­ir: Raggi Óla

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00