Mosfellingur ársins 2022 er Halla Karen Kristjánsdóttir íþróttafræðingur og formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar.
Halla Karen hefur verið óþreytandi við að hvetja bæjarbúa til hreyfingar og heilbrigðari lífsstíls í áratugi. Hún hefur m.a. starfrækt íþróttaskóla barnanna, kennt leikfimi í World Class og Í toppformi, haldið úti hlaupahópnum Mosóskokki, séð um Kvennahlaupið, unnið sem íþróttakennari í Borgarholtsskóla í 25 ár og hefur gert frábæra hluti varðandi hreyfingu eldri Mosfellinga síðustu ár.
Halla Karen tók við sem formaður Framsóknarfélags Mosfellsbæjar í ágúst 2021 og í framhaldinu varð hún oddviti flokksins í febrúar 2022. Flokkurinn hafði ekki átt fulltrúa í bæjarstjórn Mosfellsbæjar í 12 ár en vann stórsigur í kosningunum vorið 2022 og fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna. Fylgið rúmlega tífaldaðist þegar það fór úr 2,9% í 32,2% og í fyrsta skipti í rúma hálfa öld var annar flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn orðinn stærstur í Mosfellsbæ. Framsókn myndaði nýjan meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn og réð nýjan bæjarstjóra. Halla Karen sjálf tók við sem formaður bæjarráðs.
„Þetta er búið að vera viðburðaríkt ár,“ segir Halla Karen. „Þetta er stór viðurkenning sem mér þykir óskaplega vænt um og kemur mér skemmtilega á óvart. Þótt margt hafi gengið vel hingað til þá er þetta mikil breyting á mínu daglega lífi sem hefur allt sína kosti og galla.“
Þetta er í 18. sinn sem bæjarblaðið Mosfellingur stendur fyrir valinu.
Halla Karen tekur við viðurkenningunni úr höndum Hilmars Gunnarssonar ritstjóra Mosfellings.
Ljósmyndari: Raggi Óla
Tengt efni
Magnús Már valinn Mosfellingur ársins 2024 af bæjarblaðinu Mosfellingi
Bæjarblaðið Mosfellingur stendur nú fyrir valinu á Mosfellingi ársins í 20. sinn.
Dóri DNA Mosfellingur ársins 2023
Mosfellingur ársins 2023 er skemmtikrafturinn og höfundurinn Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA.
Elva Björg valin Mosfellingur ársins 2021
Mosfellingur ársins 2021 er Elva Björg Pálsdóttir forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ, en bæjarblaðið Mosfellingur stendur fyrir valinu.