Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
13. janúar 2023

Mos­fell­ing­ur árs­ins 2022 er Halla Karen Kristjáns­dótt­ir íþrótta­fræð­ing­ur og formað­ur bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

Halla Karen hef­ur ver­ið óþreyt­andi við að hvetja bæj­ar­búa til hreyf­ing­ar og heil­brigð­ari lífs­stíls í ára­tugi. Hún hef­ur m.a. starf­rækt íþrótta­skóla barn­anna, kennt leik­fimi í Wor­ld Class og Í topp­formi, hald­ið úti hlaupa­hópn­um Mosóskokki, séð um Kvenna­hlaup­ið, unn­ið sem íþrótta­kenn­ari í Borg­ar­holts­skóla í 25 ár og hef­ur gert frá­bæra hluti varð­andi hreyf­ingu eldri Mos­fell­inga síð­ustu ár.

Halla Karen tók við sem formað­ur Fram­sókn­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar í ág­úst 2021 og í fram­hald­inu varð hún odd­viti flokks­ins í fe­brú­ar 2022. Flokk­ur­inn hafði ekki átt full­trúa í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar í 12 ár en vann stór­sig­ur í kosn­ing­un­um vor­ið 2022 og fékk fjóra bæj­ar­full­trúa kjörna. Fylg­ið rúm­lega tí­fald­að­ist þeg­ar það fór úr 2,9% í 32,2% og í fyrsta skipti í rúma hálfa öld var ann­ar flokk­ur en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn orð­inn stærst­ur í Mos­fells­bæ. Fram­sókn mynd­aði nýj­an meiri­hluta með Sam­fylk­ing­unni og Við­reisn og réð nýj­an bæj­ar­stjóra. Halla Karen sjálf tók við sem formað­ur bæj­ar­ráðs.

„Þetta er búið að vera við­burða­ríkt ár,“ seg­ir Halla Karen. „Þetta er stór við­ur­kenn­ing sem mér þyk­ir óskap­lega vænt um og kem­ur mér skemmti­lega á óvart. Þótt margt hafi geng­ið vel hing­að til þá er þetta mik­il breyt­ing á mínu dag­lega lífi sem hef­ur allt sína kosti og galla.“

Þetta er í 18. sinn sem bæj­ar­blað­ið Mos­fell­ing­ur stend­ur fyr­ir val­inu.

Halla Karen tek­ur við við­ur­kenn­ing­unni úr hönd­um Hilmars Gunn­ars­son­ar rit­stjóra Mos­fell­ings.
Ljós­mynd­ari: Raggi Óla

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00