Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. apríl 2025

Starfslok vegna ald­urs marka mik­il­væg tíma­mót í lífi fólks. Þau fela oft í sér veru­leg­ar breyt­ing­ar og því er nauð­syn­legt að und­ir­búa sig vel. Rann­sókn­ir sýna að vel skipu­lögð starfslok geta auk­ið lífs­gæði og vellíð­an fólks. Að­lög­un og góð­ur und­ir­bún­ing­ur af hálfu vinnu­veit­anda eru því lyk­il­for­send­ur að far­sæl­um starfs­lok­um.

Mos­fells­bær stóð fyr­ir nám­skeiði mið­viku­dag­inn 9. apríl sl. fyr­ir starfs­fólk 60 ára og eldra. Nám­skeið­ið var hald­ið í sam­starfi við ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­ið Auðn­ast og mark­mið­ið var að þátt­tak­end­ur fengju gagn­lega fræðslu um mál­efni tengd starfs­lok­um, svo sem fjár­mál, líf­eyri, heilsu og and­lega líð­an svo eitt­hvað sé nefnt.

Mjög góð þátttaka var á nám­skeið­inu og starfs­fólk­ið ánægt með að geta rætt við ráð­gjafa Auðn­ast. Stefnt er að öðru sam­bæri­legu nám­skeiði í haust fyr­ir starfs­fólk 60 ára og eldra hjá Mos­fells­bæ.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00