Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. júlí 2025

Sam­komulag sem und­ir­ritað var í dag fel­ur í sér þreföld­un hjúkr­un­ar­rýma í Mos­fells­bæ. Reist verð­ur nýtt hjúkr­un­ar­heim­ili í bæn­um með 66 hjúkr­un­ar­rým­um en þar eru í dag 33 rými. Inga Sæ­land, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, og Regína Ás­valds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar und­ir­rit­uðu sam­komu­lag­ið í sól og blíðu fyr­ir utan hjúkr­un­ar­heim­il­ið Hamra við Langa­tanga. Áætlað er að nýja heim­il­ið verði reist sem tengi­bygg­ing við Hamra.

„Það gleð­ur mig að sjá mik­il­væga upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­rýma í Mos­fells­bæ verða að veru­leika. Á landsvísu er brýn þörf fyr­ir fleiri hjúkr­un­ar­rými og með þess­um áfanga stíg­um við raun­veru­leg skref í rétta átt. Upp­bygg­ing hjúkr­un­ar­heim­ila er nú hafin af festu hér á landi og fram­tíð­ar­sýn­in er skýr,“ seg­ir Inga Sæ­land, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra.

„Ég er mjög ánægð með þessa miklu fjölg­un hjúkr­un­ar­rýma og þann samn­ing sem við vor­um að und­ir­rita,“ seg­ir Regína Ás­valds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar. „Við­bygg­ing­in er stað­sett á ein­stak­lega fal­legri lóð og hér von­um við að fram­tíða­r­í­bú­ar fái not­ið gæða­þjón­ustu“.

Mos­fells­bær út­veg­ar rík­inu lóð­ina og á næst­unni verð­ur aug­lýst eft­ir upp­bygg­ing­ar­að­ila sem mun sjá um eign­ar­hald og fram­kvæmd­ir gegn lang­tíma­leigu­samn­ingi við rík­ið. Mið­að er við að fram­kvæmd­ir hefj­ist árið 2026 þann­ig að taka megi hjúkr­un­ar­rýmin í notk­un árið 2028. Öll her­berg­in verða ein­býli með bað­her­bergi.

Sterk­ur og lit­rík­ur líkt og ráð­herra

Að lok­inni und­ir­rit­un samn­ings­ins nú í dag gróð­ur­settu ráð­herra og bæj­ar­stjóri brodd­hlyn sem mun vaxa sam­hliða upp­bygg­ing­unni á fram­kvæmda­svæð­inu við Hamra. Gróð­ur­sæll reit­ur verð­ur við hjúkr­un­ar­heim­il­ið.

Í máli bæj­ar­stjóra koma fram að hlyn­ur­inn hefði ver­ið val­inn því hann væri lit­rík­ur, líkt og Inga Sæ­land, auk þess sem hann væri harð­gerð­ur og yxi hratt í rétta jarð­veg­in­um. Vís­aði hún þar í ávarp ráð­herra á þingi að­ild­ar­ríkja um samn­ing Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks fyr­ir skemmstu.

Mál­efni eldra fólks á odd­inn

Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar er áhersla lögð á mál­efni eldra fólks, þar á með­al fjölg­un hjúkr­un­ar­rýma. Margt hef­ur nú áunn­ist á skömm­um tíma:

Inga Sæ­land, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, og Regína Ás­valds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar, und­ir­rit­uðu í dag sam­komulag og gróð­ur­settu að því búnu hlyn sem mun vaxa sam­hliða upp­bygg­ing­unni á fram­kvæmda­svæð­inu við Hamra. Gróð­ur­sæll reit­ur verð­ur við hjúkr­un­ar­heim­il­ið.

Ey­björg Helga Hauks­dótt­ir for­stjóri Eir­ar, Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son, Krist­björg Hjalta­dótt­ir, Jó­hanna Han­sen, Sig­ur­björg Fjöln­is­dótt­ir, Lovísa Jóns­dótt­ir bæj­ar­full­trúi, Halla Karen Kristjáns­dótt­ir bæj­ar­full­trúi, Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir bæj­ar­full­trúi, Inga Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri og Guð­leif Birna Leifs­dótt­ir.


Ljós­mynd­ari: Helga Dögg Reyn­is­dótt­ir

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00