Þann 15. ágúst hittust rúmlega 500 starfsmenn Mosfellsbæjar í íþróttahúsinu við Varmá á starfsdegi.
Á starfsdeginum var unnið að mótun verkefna sem tengjast þjónustu Mosfellsbæjar og kallað eftir ábendingum starfsfólks um umbætur og verkefni á því sviði. Um er að ræða lið í innleiðingu á stefnu Mosfellsbæjar sem bæjarstjórn staðfesti í lok ágúst 2017 og gildir til ársins 2027. Að dagskrá lokinni var tekið upp léttara hjal og starfsfólk Mosfellsbæjar naut sólarinnar í garðinum við Hlégarð.
Margar hendur vinna létt verk
„Starfsemi Mosfellsbæjar snýst fyrst og fremst um að veita íbúum og fyrirtækjum í bænum þjónustu og tryggja velferð. Okkur hjá Mosfellsbæ hefur vegnað vel og saman höfum við náð góðum árangri, bæði hvað varðar þjónustu og rekstur. Mosfellsbær er í raun einn vinnustaður, þó svo að starfsstöðvarnar séu nokkrar, vinnustaður sem vinnur að því á hverjum degi að veita góða þjónustu. Á þessum starfsdegi vorum við að móta saman verkefni sem eru til þess fallin að koma áherslum Mosfellsbæjar á sviði þjónustu í framkvæmd því margar hendur vinna létt verk,” segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.
Mynd 1 (frá vinstri): Arnar Jónsson, forstöðumann þjónustu- og samskiptadeildar, Ingunni Guðmundsdóttir, verkefnastjóra Capacent, Hönnu Gunnlaugsdóttir, mannauðsstjóra, Arnar Pálsson, verkefnastjóra Capacent og Harald Sverrisson, bæjarstjóra Mosfellsbæjar.
Mynd 2: Litið yfir salinn.
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði