Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. október 2018

Þann 15. ág­úst hitt­ust rúm­lega 500 starfs­menn Mos­fells­bæj­ar í íþrótta­hús­inu við Varmá á starfs­degi.

Á starfs­deg­in­um var unn­ið að mót­un verk­efna sem tengjast þjón­ustu Mos­fells­bæj­ar og kallað eft­ir ábend­ing­um starfs­fólks um um­bæt­ur og verk­efni á því sviði. Um er að ræða lið í inn­leið­ingu á stefnu Mos­fells­bæj­ar sem bæj­ar­stjórn stað­festi í lok ág­úst 2017 og gild­ir til árs­ins 2027. Að dagskrá lok­inni var tek­ið upp létt­ara hjal og starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar naut sól­ar­inn­ar í garð­in­um við Hlé­garð.

Marg­ar hend­ur vinna létt verk

„Starf­semi Mos­fells­bæj­ar snýst fyrst og fremst um að veita íbú­um og fyr­ir­tækj­um í bæn­um þjón­ustu og tryggja vel­ferð. Okk­ur hjá Mos­fells­bæ hef­ur vegn­að vel og sam­an höf­um við náð góð­um ár­angri, bæði hvað varð­ar þjón­ustu og rekst­ur. Mos­fells­bær er í raun einn vinnu­stað­ur, þó svo að starfs­stöðv­arn­ar séu nokkr­ar, vinnu­stað­ur sem vinn­ur að því á hverj­um degi að veita góða þjón­ustu. Á þess­um starfs­degi vor­um við að móta sam­an verk­efni sem eru til þess fallin að koma áhersl­um Mos­fells­bæj­ar á sviði þjón­ustu í fram­kvæmd því marg­ar hend­ur vinna létt verk,” seg­ir Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

Mynd 1 (frá vinstri): Arn­ar Jóns­son, for­stöðu­mann þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar, Ing­unni Guð­munds­dótt­ir, verk­efna­stjóra Capacent, Hönnu Gunn­laugs­dótt­ir, mannauðs­stjóra, Arn­ar Páls­son, verk­efna­stjóra Capacent og Harald Sverris­son, bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar.
Mynd 2: Lit­ið yfir sal­inn.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00