Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
18. október 2023

Þeg­ar sta­f­rænt vinnu­afl tók til starfa hjá Mos­fells­bæ í fyrsta sinn í lok júlí síð­ast­liðn­um má segja að mörk­uð hafi ver­ið tíma­mót í sögu Mos­fells­bæj­ar.

Með sta­f­rænu vinnu­afli er hug­bún­að­ur not­að­ur til að ein­falda og sjálf­virkni­væða ferla. Um einskon­ar ró­bót er að ræða sem hef­ur nú feng­ið nafn­ið Mosi eft­ir nafna­sam­keppni með­al starfs­fólks bæj­ar­skrif­stofa. Inn­leið­ing­in á sta­f­rænu vinnu­afli er hluti af vinnu starfs­hóps sem vinn­ur að fram­gangi sta­f­rænn­ar þró­un­ar og þjón­ustu sem sveit­ar­fé­lag­ið veit­ir.

„Helsti ávinn­ing­ur þess að taka upp sta­f­rænt vinnu­afl er í fyrsta lagi tímasparn­að­ur, starfs­fólk get­ur bet­ur sinnt verk­efn­um sem krefjast sér­þekk­ing­ar þeirra í stað þess að fram­kvæma rútínu­bund­in verk­efni og villu­hætta minnk­ar stór­lega.“

– Anna María Ax­els­dótt­ir verk­efna­stjóri fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviðs

Sem dæmi má nefna að Mosi sér um af­stemm­ing­ar lán­ar­drottna. Hann send­ir tölvu­póst á lán­ar­drottna og kall­ar eft­ir hreyf­inga­yf­ir­liti fyr­ir til­tek­ið tíma­bil. Hann tek­ur svo út hreyf­inga­yf­ir­lit úr bók­halds­kerfi bæj­ar­ins og ber þau yf­ir­lit sam­an. Með þessu er hægt að fram­kvæma af­stemm­ing­ar lán­ar­drottna mun oft­ar yfir árið. Það skil­ar sér í betri gæð­um bók­halds­gagna þar sem frá­vik koma fyrr í ljós.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

 

net­spjall

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00