Þegar stafrænt vinnuafl tók til starfa hjá Mosfellsbæ í fyrsta sinn í lok júlí síðastliðnum má segja að mörkuð hafi verið tímamót í sögu Mosfellsbæjar.
Með stafrænu vinnuafli er hugbúnaður notaður til að einfalda og sjálfvirknivæða ferla. Um einskonar róbót er að ræða sem hefur nú fengið nafnið Mosi eftir nafnasamkeppni meðal starfsfólks bæjarskrifstofa. Innleiðingin á stafrænu vinnuafli er hluti af vinnu starfshóps sem vinnur að framgangi stafrænnar þróunar og þjónustu sem sveitarfélagið veitir.
„Helsti ávinningur þess að taka upp stafrænt vinnuafl er í fyrsta lagi tímasparnaður, starfsfólk getur betur sinnt verkefnum sem krefjast sérþekkingar þeirra í stað þess að framkvæma rútínubundin verkefni og villuhætta minnkar stórlega.“
– Anna María Axelsdóttir verkefnastjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
Sem dæmi má nefna að Mosi sér um afstemmingar lánardrottna. Hann sendir tölvupóst á lánardrottna og kallar eftir hreyfingayfirliti fyrir tiltekið tímabil. Hann tekur svo út hreyfingayfirlit úr bókhaldskerfi bæjarins og ber þau yfirlit saman. Með þessu er hægt að framkvæma afstemmingar lánardrottna mun oftar yfir árið. Það skilar sér í betri gæðum bókhaldsgagna þar sem frávik koma fyrr í ljós.
Tengt efni
Þrjár nýjar stafrænar lausnir á vef Mosfellsbæjar
Stafræn umbreyting hefur verið sett í forgang hjá Mosfellsbæ og nú þegar hafa alls 14 stafrænar lausnir verið innleiddar.
Nýtt stafrænt ár hafið af krafti
Stafræn verkefni voru unnin af krafti árið 2023 þegar meðal annars 11 ný stafræn verkefni voru innleidd.
Stafræn umsókn um fjárhagsaðstoð með sjálfvirkri gagnaöflun
Síðastliðið vor innleiddi Mosfellsbær stafrænt umsóknarferli um fjárhagsaðstoð í gegnum kerfi sem heitir Veita.