Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
4. október 2023

Mos­fells­bær vinn­ur að inn­leið­ingu sta­f­rænna lausna.

Í upp­hafi árs var Sif Sturlu­dótt­ir ráð­in í starf leið­toga upp­lýs­inga­stjórn­un­ar hjá Mos­fells­bæ. Á fyrstu vik­um sín­um í starfi kynnti hún sér verklag, kerfi og þær sta­f­rænu og ra­f­rænu leið­ir sem starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar nýt­ir sér við vinnu sína. Þá fund­aði hún með starfs­fólki ann­arra sveit­ar­fé­laga til að fá inn­sýn inn í sta­f­ræna fram­þró­un og þjón­ustu utan Mos­fells­bæj­ar.

Í fram­hald­inu var stofn­að­ur starfs­hóp­ur hjá Mos­fells­bæ til að vinna að fram­gangi sta­f­rænn­ar þró­un­ar og þjón­ustu. Sif veit­ir hópn­um for­stöðu en hóp­ur­inn er skip­að­ur full­trú­um deilda og sviða á bæj­ar­skrif­stof­unni.

„Það er ein­læg­ur vilji okk­ar að kort­leggja þetta sta­f­ræna ferðalag og miðla áfram til íbúa, starfs­fólks og ann­arra sem hafa áhuga á að fylgjast með okk­ur. Á næstu miss­er­um mun­um við því segja frá inn­leið­ingu sta­f­rænna verk­efna.“

– Sif Sturlu­dótt­ir leið­togi upp­lýs­inga­stjórn­un­ar

Sta­fræn umbreyt­ing snýst um að nýta tækn­ina til að þróa lausn­ir sem nýt­ast bæði starfs­fólki og íbú­um Mos­fells­bæj­ar og stuðla að því að þjón­usta bæj­ar­ins verði að­gengi­legri, ein­fald­ari og hrað­ari.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00