Í upphafi árs var Sif Sturludóttir ráðin í starf leiðtoga upplýsingastjórnunar hjá Mosfellsbæ. Á fyrstu vikum sínum í starfi kynnti hún sér verklag, kerfi og þær stafrænu og rafrænu leiðir sem starfsfólk Mosfellsbæjar nýtir sér við vinnu sína. Þá fundaði hún með starfsfólki annarra sveitarfélaga til að fá innsýn inn í stafræna framþróun og þjónustu utan Mosfellsbæjar.
Í framhaldinu var stofnaður starfshópur hjá Mosfellsbæ til að vinna að framgangi stafrænnar þróunar og þjónustu. Sif veitir hópnum forstöðu en hópurinn er skipaður fulltrúum deilda og sviða á bæjarskrifstofunni.
„Það er einlægur vilji okkar að kortleggja þetta stafræna ferðalag og miðla áfram til íbúa, starfsfólks og annarra sem hafa áhuga á að fylgjast með okkur. Á næstu misserum munum við því segja frá innleiðingu stafrænna verkefna.“
– Sif Sturludóttir leiðtogi upplýsingastjórnunar
Stafræn umbreyting snýst um að nýta tæknina til að þróa lausnir sem nýtast bæði starfsfólki og íbúum Mosfellsbæjar og stuðla að því að þjónusta bæjarins verði aðgengilegri, einfaldari og hraðari.
Tengt efni
Stafræn umsókn um fjárhagsaðstoð með sjálfvirkri gagnaöflun
Síðastliðið vor innleiddi Mosfellsbær stafrænt umsóknarferli um fjárhagsaðstoð í gegnum kerfi sem heitir Veita.
Allt á einum stað
Mosfellsbær hefur unnið að því að einfalda umsóknarferli og innritun fyrir vetrar- og sumarfrístund, mötuneyti grunnskóla og vinnuskólann.
Stafrænt vinnuafl tekið til starfa
Þegar stafrænt vinnuafl tók til starfa hjá Mosfellsbæ í fyrsta sinn í lok júlí síðastliðnum má segja að mörkuð hafi verið tímamót í sögu Mosfellsbæjar.