Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. febrúar 2023

Safn­anótt var hald­in há­tíð­leg í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar föstu­dag­inn 3. fe­brú­ar.

Safn­anótt er hluti af Vetr­ar­há­tíð, en þetta er í fyrsta sinn síð­an 2020 sem há­tíð­in fór fram. Á dagskrá var tónlist, leik­ur, lest­ur og leir­list.

Hafdís Huld Þrast­ar­dótt­ir og Al­isda­ir Wright buðu yngstu gest­un­um í söngst­und. Þau sungu og léku lög af barna­plöt­um sín­um: Vöggu­vís­ur, Barna­vís­ur og Su­markveðja. Gest­ir tóku vel und­ir með Haf­dísi Huld. Að því loknu kíkti Lilli Klif­ur­mús í heim­sókn ásamt und­ir­leik­ara, en Leik­fé­lag Mos­fells­sveit­ar sýn­ir um þess­ar mund­ir Dýrin í Hálsa­skógi í Bæj­ar­leik­hús­inu. Jóna Val­borg Árna­dótt­ir rit­höf­und­ur las upp úr bók sinni Penel­ópa bjarg­ar prinsi, en bókin fjall­ar um Penel­ópu sem ákveð­ur að kanna hvort sag­an um prins­inn sem beit í epli galdra­kerl­ing­ar og féll í dá sé sönn. Hún ákveð­ur leggja upp í lang­ferð með hug­rekk­ið að vopni og freista þess að finna prins­inn og bjarga hon­um.

Mel­korka Matth­ías­dótt­ir leir­lista­kona bauð gest­um upp á leið­sögn um sýn­ingu sína Og hvað um tað? – til­raun­ir með öskugler­unga í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00