Eins og allir vita snjóaði talsvert í gær og því bættist við þá snjóþekju sem fyrir var.
Nú í morgun lauk vinnu við að hreinsa allar aðalleiðir og nú er unnið að hreinsun húsagatna í bænum.
Gert er ráð fyrir að hreinsun húsagatna klárist á morgun miðvikudag. Unnið er með öllum tækjum og þeim mannskap sem tiltækur er. Íbúar er eindregið beðnir um að færa bíla úr götum og bílastæðum meðfram götum til að liðka fyrir vinnu við snjómokstur eins og hægt er.
Ef íbúar vilja koma á framfæri ábendingum um einstaklega erfiðar aðstæður í húsagötum er unnt að tilkynna það í gegnum ábendingakerfi Mosfellsbæja.