Krikaskóli er samþættur leik- og grunnskóli ásamt frístundastarfi. Starfsemin tekur mið af menntastefnu Mosfellsbæjar, Heimurinn er okkar.
Í Krikaskóla eru um 200 börn á aldrinum tveggja til níu ára og um 50 starfsmenn. Í skólanum er lögð áhersla á teymisvinnu, einstaklingsmiðað nám, samstarf, vináttu og gleði. Starfshópur Krikaskóla er einstakur og hæfni hans mikil. Skólinn var stofnaður árið 2008 og hefur verið leiðandi í skólaþróun með nýjungum í kennsluháttum.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og hefur víðtæka reynslu og þekkingu á skólastarfi. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á skólastarfi, skólaþróun, stjórnun og forystu.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Veita skólanum faglega forystu og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla, aðalnámskrá leikskóla og gæðaviðmið um frístundastarf. Leiða og bera ábyrgð á rekstri, þjónustu og daglegri starfsemi skólans.
Hafa forystu um og bera ábyrgð á mannauðsmálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. Bera ábyrgð á og styðja samstarf í samræmi við farsældarlög.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Leyfi til að nota starfsheitið kennari og kennslureynsla skilyrði.
- Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi.
- Viðbótarmenntun í stjórnun.
- Sjálfstæði í störfum, ríkt frumkvæði, jákvæðni og vilji til þátttöku í þverfaglegu samstarfi.
- Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða framsækna skólaþróun.
- Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun.
- Lipurð, hæfni og virðing í samskiptum ásamt góðu orðspori.
Umsókn skal fylgja yfirlit yfir nám og fyrri störf, afrit af leyfisbréfi, kynnisbréf og greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarfið.
Umsóknarfrestur er til 27. mars og laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna SÍ eða FSL.
Nánari upplýsingar veitir Gunnhildur Sæmundsdóttir starfandi framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs, gunnhildur@mos.is og Hanna Guðlaugsdóttir mannauðsstjóri, hanna@mos.is og í síma 525-6700.
Mosfellsbær leggur áherslu á jafnrétti og hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið.
Tengt efni
Ólöf Kristín Sivertsen ráðin sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar
Sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar
Mosfellsbær leitar að framsæknum og drífandi leiðtoga í starf sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar.
Stærðfræðidagur Krikaskóla