Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Krika­skóli er sam­þætt­ur leik- og grunn­skóli ásamt frí­stund­a­starfi. Starf­sem­in tek­ur mið af mennta­stefnu Mos­fells­bæj­ar, Heim­ur­inn er okk­ar.

Í Krika­skóla eru um 200 börn á aldr­in­um tveggja til níu ára og um 50 starfs­menn. Í skól­an­um er lögð áhersla á teym­is­vinnu, ein­stak­lings­mið­að nám, sam­starf, vináttu og gleði. Starfs­hóp­ur Krika­skóla er ein­stak­ur og hæfni hans mik­il. Skól­inn var stofn­að­ur árið 2008 og hef­ur ver­ið leið­andi í skóla­þró­un með nýj­ung­um í kennslu­hátt­um.

Leit­að er að metn­að­ar­full­um ein­stak­lingi sem býr yfir leið­toga­hæfi­leik­um og hef­ur víð­tæka reynslu og þekk­ingu á skóla­starfi. Við­kom­andi þarf að hafa brenn­andi áhuga á skóla­starfi, skóla­þró­un, stjórn­un og for­ystu.

Helstu verk­efni og ábyrgð:

Veita skól­an­um fag­lega for­ystu og móta fram­tíð­ar­stefnu hans inn­an ramma laga og reglu­gerða og í sam­ræmi við að­al­nám­skrá grunn­skóla, að­al­nám­skrá leik­skóla og gæða­við­mið um frí­stund­astarf. Leiða og bera ábyrgð á rekstri, þjón­ustu og dag­legri starf­semi skól­ans.

Hafa for­ystu um og bera ábyrgð á mannauðs­mál­um, s.s. ráðn­ing­um, vinnu­til­hög­un og starfs­þró­un. Bera ábyrgð á og styðja sam­starf í sam­ræmi við far­sæld­ar­lög.

Mennt­un­ar- og hæfnis­kröf­ur:

  • Leyfi til að nota starfs­heit­ið kenn­ari og kennslureynsla skil­yrði.
  • Reynsla af fag­legri for­ystu á sviði kennslu og þró­un­ar í skóla­starfi.
  • Við­bót­ar­mennt­un í stjórn­un.
  • Sjálf­stæði í störf­um, ríkt frum­kvæði, já­kvæðni og vilji til þátt­töku í þverfag­legu sam­starfi.
  • Færni til að leita nýrra leiða í skóla­starfi og leiða fram­sækna skóla­þró­un.
  • Færni í áætlana­gerð og fjár­mála­stjórn­un.
  • Lip­urð, hæfni og virð­ing í sam­skipt­um ásamt góðu orð­spori.

Um­sókn skal fylgja yf­ir­lit yfir nám og fyrri störf, af­rit af leyf­is­bréfi, kynn­is­bréf og grein­ar­gerð um fram­tíð­ar­sýn um­sækj­anda á skóla­starf­ið.

Um­sókn­ar­frest­ur er til 27. mars og laun eru sam­kvæmt samn­ingi Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og KÍ vegna SÍ eða FSL.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Gunn­hild­ur Sæ­munds­dótt­ir starf­andi fram­kvæmda­stjóri fræðslu- og frí­stunda­sviðs, gunn­hild­ur@mos.is og Hanna Guð­laugs­dótt­ir mannauðs­stjóri, hanna@mos.is og í síma 525-6700.

Mos­fells­bær legg­ur áherslu á jafn­rétti og hvet­ur öll áhuga­söm til að sækja um starf­ið.

Tengt efni

  • Nýtt skipu­rit hjá Mos­fells­bæ tek­ur gildi í dag

    Í dag, 1. sept­em­ber 2023, tek­ur nýtt skipu­rit gildi hjá Mos­fells­bæ.

  • Nýir stjórn­end­ur til Mos­fells­bæj­ar

    Á fundi bæj­ar­ráðs í dag þann 20. júlí var sam­þykkt ráðn­ing skrif­stofu­stjóra um­bóta og þró­un­ar og sviðs­stjóra mannauðs og starfs­um­hverf­is. Þá var sam­þykkt ráðn­ing leik­skóla­stjóra á leik­skól­an­um Hlíð. Að auki voru kynnt­ar ráðn­ing­ar fimm nýrra stjórn­enda á vel­ferð­ar­sviði, um­hverf­is­sviði og fræðslu- og frí­stunda­sviði.

  • Hilm­ar Gunn­ars­son ráð­inn verk­efna­stjóri Hlé­garðs

    Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd lagði til við bæj­ar­ráð að Mos­fells­bær tæki al­far­ið yfir starf­semi Hlé­garðs frá og með 1. maí 2023.