Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. febrúar 2022

Eins og áður hef­ur kom­ið fram í frétt­um, þá var há­marks PCR-grein­ing­ar­getu vegna COVID-19 náð fyr­ir nokkru síð­an. Þetta hef­ur leitt til þess að bið eft­ir nið­ur­stöðu úr PCR-grein­ing­um er orð­in allt að 2-3 sól­ar­hring­ar sem er óá­sætt­an­legt.

Til að bregð­ast við þessu þá hef­ur ver­ið ákveð­ið að nú verð­ur ekki leng­ur í boði fyrir­al­menn­ing með ein­kenni sem benda til smits af völd­um COVID-19 að panta í PCR sýna­töku held­ur verða hrað­grein­inga­próf ein­ung­is í boði.

Fólk get­ur pantað tíma í hrað­grein­inga­próf hjá heilsu­gæsl­unni í Heilsu­veru. Einn­ig verð­ur hægt að panta próf hjá einka­fyr­ir­tækj­um sem bjóða upp á hrað­grein­inga­próf. Próf­ið er ein­stak­ling­um að kostn­að­ar­lausu.

Já­kvætt hrað­grein­inga­próf mun því nægja til grein­ing­ar á COVID-19 og ekki verð­ur þörf á stað­fest­ingu ágrein­ing­unni með PCR-prófi.

Þeir sem grein­ast já­kvæð­ir á sjálf­próf­um/heima­próf­um geta feng­ið grein­ing­una stað­festa með hrað­grein­inga­prófi hjá heilsu­gæsl­unni eða einka­fyr­ir­tækj­um en grein­ing hjá þess­um að­il­um er for­senda fyr­ir því að hún verði skráð í sjúkra­skrá við­kom­andi og for­senda fyr­ir op­in­ber­um vott­orð­um um smit af völd­um COVID-19.

Þeim sem nú grein­ast með COVID-19 á hrað­grein­inga­prófi er ekki skylt að dvelja í ein­angr­un en engu að síð­ur eru til­mæli sótt­varna­yf­ir­valda þau, að fólk dvelji í ein­angr­un í 5 daga. Ef fólk er ein­kenna­lít­ið eða ein­kenna­laust þá get­ur það mætt til vinnu en fari þá eft­ir leið­bein­ing­um um smit­gát í 5 daga. Sam­kvæmt nú­gild­andi reglu­gerð um ein­angr­un þá er þeim sem grein­ast með PCR-prófi hins veg­ar skylt að dvelja í ein­angr­un í a.m.k. 5 daga.

Notk­un á PCR-próf­um verð­ur fram­veg­is bund­in við ábend­ing­ar lækna og þá sem eru með al­var­leg ein­kenni eða al­var­lega und­ir­liggj­andi sjúk­dóma skv. mati lækn­is. Einn­ig verð­ur PCR-próf áfram í boði fyr­ir þá sem þurfa á nei­kvæð­um nið­ur­stöð­um slíkra prófa að halda vegna ferða­laga er­lend­is en þá gegn gjaldi.

Sótt­varna­lækn­ir

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00