Leitað er að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi með farsæla reynslu af stjórnun og rekstri.
Bæjarstjóri er æðsti yfirmaður starfsmanna fagsviða, stoðdeilda og stofnana og starfar í umboði og nánu samstarfi við kjörna fulltrúa í bæjarstjórn. Mosfellsbær er sjöunda stærsta sveitarfélagið á Íslandi. Meðal verkefna framundan er að stýra rekstri bæjarins í gegnum vaxtartímabil og sjá til þess að á sama tíma verði veitt nútímaleg gæðaþjónusta í öllum málaflokkum.
Helstu verkefni:
- Daglegur rekstur sveitarfélagsins og ábyrgð á framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar
- Yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins og starfsmannamálum
- Náið samstarf við bæjarstjórn, undirbúningur og upplýsingagjöf á fundum bæjarstjórnar og bæjarráðs
- Innleiðing stafrænna þjónustuleiða og þjónustustýringar
- Annast upplýsingamiðlun og samskipti við íbúa, hagsmunaaðila, fyrirtæki og stofnanir
- Að gæta hagsmuna sveitarfélagsins út á við, vera talsmaður bæjarstjórnar þegar það á við og vinna að framfaramálum
- Stefnumarkandi vinna í stjórnun og framkvæmd ólíkra málaflokka
- Seta í stjórnum og ráðum fyrir hönd sveitarfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Farsæl reynsla af stjórnun, rekstri og þjónustu
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Reynsla af kynningar- og ímyndarmálum sem og stefnumótun
- Áhugi og reynsla af eflingu atvinnulífs til að stuðla að vexti samfélagsins
- Leiðtogahæfni, frumkvæði og þjónustulund
- Framúrskarandi hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
- Reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
Lýðheilsa, lýðræði, nýsköpun og umhverfismál eru höfð að leiðarljósi í allri starfsemi Mosfellsbæjar.
Mosfellsbær er framsækið og nútímalegt bæjarfélag í útjaðri höfuðborgarsvæðisins þar sem finna má aðlaðandi menningar- og félagslíf, fjölbreytta möguleika til útivistar og fjölskylduvænt umhverfi. Í Mosfellsbæ búa um 13 þúsund íbúar og þeim hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Sveitarfélagið er stærsti vinnuveitandinn í bænum með um 950 starfsmenn í 22 stofnunum og starfsstöðvum. Þar á meðal eru fimm grunnskólar og átta leikskólar ásamt tveimur íþróttamiðstöðvum. Nánari upplýsingar um rekstur og þjónustu Mosfellsbæjar er að finna á mos.is.
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is.
Umsóknarfrestur er til og með 28. júní nk.
Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf.
Nánari upplýsingar veita:
Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is
Þórdís Sif Arnarsdóttir, thordis@hagvangur.is
Tengt efni
Stórt skref í stafrænni þjónustu á sviði skipulagsmála
Skipulagsgátt var opnuð með formlegum hætti 25. maí síðastliðinn.
Lausar stöður stjórnenda í Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir eftir stjórnendum sem búa yfir faglegum metnaði, frumkvæði og seiglu til þess að gera gott samfélag enn betra.
Frekari verkfallsaðgerðir 30. maí til 2. júní 2023
Hefðbundin starfsemi verður í öllum grunnskólum Mosfellsbæjar og ekki hafa verið boðaðar frekar verkfallsaðgerðir í grunnskólum.