Leitað er að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi með farsæla reynslu af stjórnun og rekstri.
Bæjarstjóri er æðsti yfirmaður starfsmanna fagsviða, stoðdeilda og stofnana og starfar í umboði og nánu samstarfi við kjörna fulltrúa í bæjarstjórn. Mosfellsbær er sjöunda stærsta sveitarfélagið á Íslandi. Meðal verkefna framundan er að stýra rekstri bæjarins í gegnum vaxtartímabil og sjá til þess að á sama tíma verði veitt nútímaleg gæðaþjónusta í öllum málaflokkum.
Helstu verkefni:
- Daglegur rekstur sveitarfélagsins og ábyrgð á framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar
- Yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins og starfsmannamálum
- Náið samstarf við bæjarstjórn, undirbúningur og upplýsingagjöf á fundum bæjarstjórnar og bæjarráðs
- Innleiðing stafrænna þjónustuleiða og þjónustustýringar
- Annast upplýsingamiðlun og samskipti við íbúa, hagsmunaaðila, fyrirtæki og stofnanir
- Að gæta hagsmuna sveitarfélagsins út á við, vera talsmaður bæjarstjórnar þegar það á við og vinna að framfaramálum
- Stefnumarkandi vinna í stjórnun og framkvæmd ólíkra málaflokka
- Seta í stjórnum og ráðum fyrir hönd sveitarfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Farsæl reynsla af stjórnun, rekstri og þjónustu
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Reynsla af kynningar- og ímyndarmálum sem og stefnumótun
- Áhugi og reynsla af eflingu atvinnulífs til að stuðla að vexti samfélagsins
- Leiðtogahæfni, frumkvæði og þjónustulund
- Framúrskarandi hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
- Reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
Lýðheilsa, lýðræði, nýsköpun og umhverfismál eru höfð að leiðarljósi í allri starfsemi Mosfellsbæjar.
Mosfellsbær er framsækið og nútímalegt bæjarfélag í útjaðri höfuðborgarsvæðisins þar sem finna má aðlaðandi menningar- og félagslíf, fjölbreytta möguleika til útivistar og fjölskylduvænt umhverfi. Í Mosfellsbæ búa um 13 þúsund íbúar og þeim hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Sveitarfélagið er stærsti vinnuveitandinn í bænum með um 950 starfsmenn í 22 stofnunum og starfsstöðvum. Þar á meðal eru fimm grunnskólar og átta leikskólar ásamt tveimur íþróttamiðstöðvum. Nánari upplýsingar um rekstur og þjónustu Mosfellsbæjar er að finna á mos.is.
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is.
Umsóknarfrestur er til og með 28. júní nk.
Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf.
Nánari upplýsingar veita:
Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is
Þórdís Sif Arnarsdóttir, thordis@hagvangur.is