Því er tilefni til að minna á að ekki má hella spilliefnum í niðurföll. Það sem fellur í niðurföll í götum bæjarins og bílskúrum getur borist í ár og læki í regnvatnslögnum og valdið mengun.
Þeim tilmælum er beint til íbúa og rekstraraðila í byggð sem liggur að Varmá, þ.e. Reykjabyggð og Álafosskvos, að sýna aðgát þegar kemur að umgengni við ræsi í götum. Óheimilt er að hella skaðlegum efnum í niðurföll og óæskilegt er til dæmis að þvo bíla í húsagötum.
Ef íbúar verða varir við óvenjulega mengun í Varmá þá er nauðsynlegt að tilkynna hana til Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.