Húsráðendur eru hvattir til að merkja húsin með húsnúmerum og moka frá sorptunnum ef þannig viðrar um jólin.
- Almennt sorp: 27. og 28. desember og 5. og 7. janúar.
- Bláa tunnan: 22. og 24. desember og 11. og 14. janúar.
Á vef Sorpu má sjá opnunartíma og finna góðar upplýsingar um hvað má fara í tunnuna og hvað fer til urðunar og í flokkun hjá Sorpu. Mandarínukassar, jólaseríur eða stjörnuljós allt á sinn stað í flokkun. Hugum að okkar nærumhverfi og verum vistvæn
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar bæjarbúum gleðilegra jóla.