Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. desember 2014

Sorp­hirða al­menns sorps um há­tíð­arn­ar er 31. des­em­ber og 2. janú­ar og tæm­ing bláu papp­írstunn­unn­ar er 27. og 29. des­em­ber.

Snjó­skafl­ar eru víða við íbúð­ar­hús sem gera sorp­hirðu erf­iða. Gott er að moka frá sorptunn­um til að starfs­menn í sorp­hirðu geti kom­ist að tunn­un­um. Íbú­ar geta nálg­ast sand við þjón­ustu­stöð Mos­fells­bæj­ar við Völu­teig til að bera á stétt­ar og inn­keyrsl­ur til hálku­varna.

Mik­ið get­ur fall­ið til af um­búð­um af ýmsu tagi yfir jóla­há­tíð­arn­ar þann­ig að sorpt­unn­an verð­ur yf­ir­full. Hægt er að fara með um­fram rusl á gáma­stöð Sorpu bs. við Blíðu­bakka sem opin er frá há­degi fram að kvöld­mat milli jóla og ný­árs, en lokað á há­tíð­is­dög­um. All­an jólapapp­ír og um­búð­ir úr pappa má seta í bláu tunn­una, eða í papp­írs­gáma á grennd­argáma­stöðv­um við Dælu­stöðv­arveg, Há­holt og Langa­tanga.

Mos­fells­bær mun að­stoða íbúa að losa sig við jóla­trén eft­ir jólin. Dag­ana 7. – 9. janú­ar munu starfs­menn þjón­ustu­stöðv­ar Mos­fells­bæj­ar aka um bæ­inn og safna sam­an þeim jóla­trjám sem sett hafa ver­ið út fyr­ir lóð­ar­mörk.

Bú­ast má við að kalt verði í veðri yfir há­tíð­arn­ar og þá er gott að muna eft­ir smá­fugl­un­um, en brauðafgang­ar eða fugla­fóð­ur sem hægt er að nálg­ast í versl­un­um get­ur létt þess­um litlu vin­um okk­ar líf­ið yfir há­tíð­arn­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00