Sorphirða almenns sorps um hátíðarnar er 31. desember og 2. janúar og tæming bláu pappírstunnunnar er 27. og 29. desember.
Snjóskaflar eru víða við íbúðarhús sem gera sorphirðu erfiða. Gott er að moka frá sorptunnum til að starfsmenn í sorphirðu geti komist að tunnunum. Íbúar geta nálgast sand við þjónustustöð Mosfellsbæjar við Völuteig til að bera á stéttar og innkeyrslur til hálkuvarna.
Mikið getur fallið til af umbúðum af ýmsu tagi yfir jólahátíðarnar þannig að sorptunnan verður yfirfull. Hægt er að fara með umfram rusl á gámastöð Sorpu bs. við Blíðubakka sem opin er frá hádegi fram að kvöldmat milli jóla og nýárs, en lokað á hátíðisdögum. Allan jólapappír og umbúðir úr pappa má seta í bláu tunnuna, eða í pappírsgáma á grenndargámastöðvum við Dælustöðvarveg, Háholt og Langatanga.
Mosfellsbær mun aðstoða íbúa að losa sig við jólatrén eftir jólin. Dagana 7. – 9. janúar munu starfsmenn þjónustustöðvar Mosfellsbæjar aka um bæinn og safna saman þeim jólatrjám sem sett hafa verið út fyrir lóðarmörk.
Búast má við að kalt verði í veðri yfir hátíðarnar og þá er gott að muna eftir smáfuglunum, en brauðafgangar eða fuglafóður sem hægt er að nálgast í verslunum getur létt þessum litlu vinum okkar lífið yfir hátíðarnar.
Tengt efni
Samið um sorphirðu til næstu ára
Snjallar grenndarstöðvar í Mosfellsbæ
Á næstu vikum verða þrjár grenndarstöðvar í Mosfellsbæ gerðar snjallar.
Íbúar öflugir í frágangi eftir áramót
Miklu magni af flugeldarusli var safnað í sérstakan gám á vegum bæjarins núna um áramótin.