Því miður hefur borið á því að sorp og annað efni er losað á bæjarlandi.
Sjá má dæmi um það á meðfylgjandi ljósmynd þar sem gerviþökum, rótar- og grjótblandaðri mold hefur verið fargað á fyrirhugaðan göngustíg.
Atburðir sem þessir eru því miður ekki einsdæmi á nýbyggingarsvæðum þar sem afgangshellur hafa verið losaðar á gönguleiðum, jarðvegi rutt yfir græn svæði og sorpi fargað.
Ómælt tjón og hætta hefur hlotist af þessu hingað til. Sömuleiðis hefur þetta tafið uppbyggingu hverfa og frágang gangstíga, kantsteina og grænna svæða þar sem verktakar á vegum Mosfellsbæjar þurfa í sífellu að hreinsa verksvæði sín til að geta haldið vinnu sinni áfram.
Viðurkenndir losunarstaðir eru hjá Sorpu, Álfsnesi og Bolöldu.
Við biðjum íbúa vinsamlegast að sýna aðgát og að tilkynna til Mosfellsbæjar ef vart verður við losun efnis á bæjarlandi.
mos@mos.is
Þjónustuver Mosfellsbæjar
Sími: 525-6700