Því miður hefur borið á því að sorp og annað efni er losað á bæjarlandi.
Sjá má dæmi um það á meðfylgjandi ljósmynd þar sem gerviþökum, rótar- og grjótblandaðri mold hefur verið fargað á fyrirhugaðan göngustíg.
Atburðir sem þessir eru því miður ekki einsdæmi á nýbyggingarsvæðum þar sem afgangshellur hafa verið losaðar á gönguleiðum, jarðvegi rutt yfir græn svæði og sorpi fargað.
Ómælt tjón og hætta hefur hlotist af þessu hingað til. Sömuleiðis hefur þetta tafið uppbyggingu hverfa og frágang gangstíga, kantsteina og grænna svæða þar sem verktakar á vegum Mosfellsbæjar þurfa í sífellu að hreinsa verksvæði sín til að geta haldið vinnu sinni áfram.
Viðurkenndir losunarstaðir eru hjá Sorpu, Álfsnesi og Bolöldu.
Við biðjum íbúa vinsamlegast að sýna aðgát og að tilkynna til Mosfellsbæjar ef vart verður við losun efnis á bæjarlandi.
mos@mos.is
Þjónustuver Mosfellsbæjar
Sími: 525-6700
Tengt efni
Afhending nýrra tunna heldur áfram 8. og 9. júní í Arnartanga og Holtahverfi
Þá er komið að dreifingu á tunnum í viku 23.
Afhending nýrra tunna heldur áfram 30. og 31. maí í Hlíða- og Tangahverfi
Íbúar í eftirtöldum götum fá afhentar nýjar tunnur fyrir nýja úrgangsflokkunarkerfið samkvæmt sorphirðudagatali okkar þriðjudaginn 30. og miðvikudaginn 31. maí.
Íbúar í Hamratúni 6 fengu fyrstu tvískiptu tunnuna í Mosfellsbæ
Hjónin Sigríður Wöhler og Halldór Þórarinsson sem búa í Hamratúni 6 voru fyrstu íbúarnir til að taka við nýrri tvískiptri tunnu fyrir matarleifar og blandaðan úrgang sem er hluti af nýja úrgangsflokkunarkerfinu.