Í Listasal Mosfellsbæjar opnaði sýningin Mars konur, en þar sýna listakonurnar Elísabet Stefánsdóttir, Fríða Gauksdóttir og bæjarlistamaðurinn Þóra Sigurþórsdóttir. Sýningin dregur nafn sitt af þeim mánuði sem sýningin er opnuð í, mars. Einnig er sýningunni ætlað að upphefja konuna sem slíka og sérstaklega listakonur þar sem þær fengu seint þann heiður að sýna list sína meðal samlistamanna hér áður fyrr.
Titillinn er einnig vísun í titil sýningarinnar Septembersýningin sem opnuð var 1947 af brautryðjendum í íslensku listalífi. Þar sameinuðust ólíkir listamenn og ýttu undir samtal verka á grundvelli forma, uppbyggingu og lita. Það sama má segja um verk þessa þriggja kvenna sem koma úr ólíkum áttum og eru á mismunandi stað á sínum listaferli. Handverk er samhljómur verkanna og er það sem konur hafa verið kenndar við samhliða þeim tilfinningum sem þær hafa upplifað um ævina, eins og frá æsku sinni.
Sama dag stóð kvennakórinn Stöllurnar fyrir sannkallaðri Menningarveislu í Kjarna. 2025 er ár konunnar og vildu Stöllur fagna því sérstaklega með viðburði sem var tileinkaður konum.
Kvennakórinn Stöllur státar af mjög listrænum meðlimum og lögðu þær allar fram krafta sína á fjölbreyttan hátt. Viðburðurinn innihélt söng, myndlist, blómaskreytingar, smásagna og ljóðalestur, þar sem allar konurnar nýttu sína sérhæfingu og sköpunarkraft til að veita áheyrendum ógleymanlega upplifun.
Tengt efni
Álafossull er á við gull í Hlégarði
Blómlegir tímar í Kósí Kjarna
Menningin í Mosfellsbæ lyftir upp andanum í mars
Menning í mars hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og styðja þau sem að því standa við að kynna sig.