Staðan í dag kl. 14:00 er sú að stofnbrautir, strætóleiðir og tengigötur eru vel færar.
Verið er að klára að ryðja götur í öllum hverfum og er áætlað að því ljúki seinni partinn í dag. Unnið er að hreinsun stíga og gangstétta en það gæti klárast seint í kvöld eða í fyrramálið. Áhersla er lögð á að allir stígar í kringum skóla og leikslóla verði færir í fyrramálið.