Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. mars 2017

Eins og all­ir hafa orð­ið var­ir við þá er enn­þá ver­ið að vinna að mokstri eft­ir gríð­ar­legt fann­fergi um helg­ina.

Snjómokst­urs­að­il­ar, starfs­menn bæj­ar­ins og verk­tak­ar, hafa allt frá því snemma á sunnu­dags­morgn­in­um unn­ið sleitu­laust að því að moka með öll­um til­tæk­um tækj­um.

Byrj­að var á stofn­braut­um snemma á sunnu­dag og í kjöl­far­ið voru húsa­göt­ur rudd­ar fram á kvöld. Hald­ið var áfram við að hreinsa húsa­göt­ur í gær og í dag. Sett hef­ur ver­ið í forg­ang að moka frá strætó­skýl­um til að fólk kæm­ist leið­ar sinn­ar með al­menn­ings­sam­göng­um, en lögð er áhersla á að íbú­ar nýti sér þær eins og hægt er.

Ekki hef­ur enn geng­ið nægi­lega vel að ryðja göngu­stíga vegna snjó­magns en unn­ið verð­ur áfram að því verk­efni næstu daga. Lögð er áhersla á að leið­ir að og frá skól­um verði orðn­ar vel fær­ar á mið­viku­dags­morg­un og með­al ann­ars stefnt er að því að göngu­leið með­fram Skeið­holti verði rudd síð­ar í dag.

Þar sem mikl­ir ruðn­ing­ar eru að skapa vand­ræði við stofn­an­ir Mos­fells­bæj­ar svo sem Lága­fells­skóla, Lága­fells­laug og Varmár­skóla þá biðj­um við íbúa vin­sam­leg­ast um að geyma bíla sína ekki að næt­ur­lagi á stofnana­lóð­um þar sem til stend­ur að moka og keyra í burtu snjó þar sem hann er til trafala.

Mos­fells­bær þakk­ar íbú­um þol­in­mæði og já­kvæðni við þær erf­iðu að­stæð­ur sem ver­ið hafa frá því á sunnu­dag en von­ast er til þess að þessu verk­efni ljúki að mestu leyti nú síð­ar í vik­unni. Íbú­ar er jafn­framt hvatt­ir til að senda ábend­ing­ar í gegn­um ábend­inga­vef um það sem bet­ur má fara eða ef ein­hverj­ar göt­ur eða svæði hafa gleymst.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00