Enn á ný hefur snjóað talsvert í bænum og starfsmenn bæjarins eru í óða önn að moka götur og stíga eftir snjómokstursáætlun.
Mokað er eftir forgangsáætlun og þegar búið er að moka helstu forgangsleiðir þá hefst snjómokstur í íbúagötum.
Hjá Þjónustumiðstöð (áhaldahúsi) bæjarins við Völuteig 15 geta íbúar fengið sand til að bera á plön og stéttir við heimahús. Aðgengi er opið að sandi við Þjónustumiðstöð og er bæjarbúum velkomið að taka sand sem til þarf (muna að taka með sér poka eða ílát).
Tengt efni
Færð og staða moksturs í Mosfellsbæ 30. janúar kl. 22:15
Færðin er nú mjög erfið í Mosfellsbæ en sem stendur er áhersla lögð á að halda stofn- og strætóleiðum opnum.
Snjómokstur um áramótin
Gert er ráð fyrir snjókomu og skafrenningi á gamlársdag og eru starfsmenn Mosfellsbæjar og verktakar í viðbragðsstöðu vegna snjómoksturs.
Staðan á snjómokstri eftir hádegi 27. desember 2022
Allar strætóleiðir og aðalgötur voru mokaðar fyrir klukkan 7:00 í morgun.