Í gær voru öll tiltæk tæki við snjómokstur í öllum hverfum bæjarins.
Því miður náðist ekki að klára allar húsagötur en vinna við það er hafin og heldur áfram í dag. Í morgun voru einnig allir stígar og helstu leiðir mokaðar.
Eins og síðustu daga er unnið að því að keyra burtu snjó úr þeim götum þar sem hvað mest hefur safnast upp og er gert ráð fyrir að sú vinna muni standa yfir út vikuna.
Hjá Þjónustumiðstöð að Völuteig 15 geta íbúar fengið sand til að bera á plön og stéttar við heimahús.
Upplýsingar um skipulag snjómoksturs- og hálkueyðingar má finna á kortavef undir Samgöngur > Snjómokstur-hálkueyðing:
Ábendingar varðandi mokstur má senda í gegnum ábendingakerfi bæjarins:
Tengt efni
Unnið að hálkueyðingu
Vetrarþjónusta
Aukin og bætt vetrarþjónusta
Þann 8. október undirritaði Regína Ásvaldsdóttir fyrir hönd Mosfellsbæjar samninga um snjómokstur við tvo verktaka.