Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
5. febrúar 2024

Í gær voru öll til­tæk tæki við snjómokst­ur í öll­um hverf­um bæj­ar­ins.

Því mið­ur náð­ist ekki að klára all­ar húsa­göt­ur en vinna við það er hafin og held­ur áfram í dag. Í morg­un voru einn­ig all­ir stíg­ar og helstu leið­ir mok­að­ar.

Eins og síð­ustu daga er unn­ið að því að keyra burtu snjó úr þeim göt­um þar sem hvað mest hef­ur safn­ast upp og er gert ráð fyr­ir að sú vinna muni standa yfir út vik­una.

Hjá Þjón­ustumið­stöð að Völu­teig 15 geta íbú­ar feng­ið sand til að bera á plön og stétt­ar við heima­hús.

Upp­lýs­ing­ar um skipu­lag snjómokst­urs- og hálku­eyð­ing­ar má finna á korta­vef und­ir Sam­göng­ur > Snjómokst­ur-hálku­eyð­ing:

Ábend­ing­ar varð­andi mokst­ur má senda í gegn­um ábend­inga­kerfi bæj­ar­ins:

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00