Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
29. janúar 2024

Snjómokst­ur hófst í nótt og eru 12 snjóruðn­ings­tæki við vinnu. Lögð var áhersla á að moka strætó­leið­ir og all­ar helstu stofn- og tengi­leið­ir í bæn­um sem ættu að vera vel fær­ar fyr­ir kl 7:30.

Einn­ig var lögð áhersla á að moka öll bíla­plön við stofn­an­ir bæj­ar­ins og all­ar helstu göngu­leið­ir til og frá skól­um og leik­skól­um fyr­ir skóla­byrj­un. Að þessu loknu verð­ur far­ið í að moka aðra stíga og gang­stétt­ar.

Þeg­ar vinnu við all­ar að­al­leið­ir verð­ur lok­ið verða íbúð­ar­göt­ur mok­að­ar en víða er tals­verð­ur þæf­ing­ur og á nokkr­um stöð­um erfitt að kom­ast um. Reikna má með því að þeirri vinnu verði lok­ið um miðj­an dag í dag. Með­an á því stend­ur má bú­ist við að ein­hverj­ir snjóruðn­ing­ar fari fyr­ir inn­keyrsl­ur hjá fólki og von­andi sína sem flest­ir skiln­ing á því.

 

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00