Snjómokstur hófst í nótt og eru 12 snjóruðningstæki við vinnu. Lögð var áhersla á að moka strætóleiðir og allar helstu stofn- og tengileiðir í bænum sem ættu að vera vel færar fyrir kl 7:30.
Einnig var lögð áhersla á að moka öll bílaplön við stofnanir bæjarins og allar helstu gönguleiðir til og frá skólum og leikskólum fyrir skólabyrjun. Að þessu loknu verður farið í að moka aðra stíga og gangstéttar.
Þegar vinnu við allar aðalleiðir verður lokið verða íbúðargötur mokaðar en víða er talsverður þæfingur og á nokkrum stöðum erfitt að komast um. Reikna má með því að þeirri vinnu verði lokið um miðjan dag í dag. Meðan á því stendur má búist við að einhverjir snjóruðningar fari fyrir innkeyrslur hjá fólki og vonandi sína sem flestir skilning á því.
Tengt efni
Unnið að hálkueyðingu
Vetrarþjónusta
Aukin og bætt vetrarþjónusta
Þann 8. október undirritaði Regína Ásvaldsdóttir fyrir hönd Mosfellsbæjar samninga um snjómokstur við tvo verktaka.