Á næstu vikum verða þrjár grenndarstöðvar í Mosfellsbæ gerðar snjallar.
Á þeim stöðvum verða gámar útbúnir snjallskynjurum sem láta vita þegar þörf er á að losa þá og eiga þannig að tryggja tímanlega losun og fyrirbyggja að gámarnir verði fullir.
Stöðvarnar sem um ræðir eru:
- Bogatangi
- Dælustöðvarvegur
- Vogatunga
Þær stöðvar verða svokallaðar stórar grenndarstöðvar sem taka á móti pappír og pappa, plastumbúðum, gleri og málmumbúðum. Einnig verður hægt að skila skilagjaldsskyldum flöskum og dósum í söfnunargám merktum Grænum skátum.
Á næstu misserum hefst söfnun á textíl á öllum grenndarstöðvum og verður það auglýst nánar þegar nær dregur. Eins og staðan er núna er textílsöfnun á forræði Rauða krossins og ólík eftir grenndarstöðvum.
Nánari upplýsingar um hvaða grenndarstöð er næst þér má finna á vef Sorpu.
Ábendingum varðandi grenndarstöðvar í Mosfellsbæ má koma á framfæri í gegnum ábendingakerfi bæjarins.
Takk fyrir að flokka!
Tengt efni
Samið um sorphirðu til næstu ára
Íbúar öflugir í frágangi eftir áramót
Miklu magni af flugeldarusli var safnað í sérstakan gám á vegum bæjarins núna um áramótin.
Bréfpokar undir matarleifar munu fást frítt á endurvinnslustöðvum SORPU og í Góða hirðinum
Sérsöfnun á matarleifum hófst á síðasta ári á suðvesturhorni Íslands sem liður í aukinni flokkun við heimili.