Slöbbum saman er verkefni sem Landlæknisembættið, ÍSÍ, UMFÍ, Heilsueflandi samfélag og Sýn fara nú af stað með og miðar að því að fá fólk til að hreyfa sig.
Fátt skilar jafn góðum árangri fyrir líkama og sál og hreyfing og létt hreyfing er eitthvað sem við flest getum gert. Íbúar Mosfellsbæjar eru því hvattir til að fara út og labba en þar sem færðin vinnur ekki alltaf með okkur á þessum árstíma höfum við húmorinn með og ætlum því að SLABBA saman, labba í slabbi.
Nú er um að gera að fara út með vinunum, fjölskyldunni, saumaklúbbnum eða vinnufélögunum og slabba saman og efla líkama og sál.
Hvernig tek ég þátt?
Hægt er að skrá sig á visir.is eða deila myndum á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #slobbumsaman. Einu sinni í viku er dregið úr skráningum og merktum myndum og viðkomandi fær skemmtilegan glaðning.
Skráning á visir.is:
Tengt efni
Fjallahjólabrautin „Flækjan“ opnuð og frisbígolfvöllurinn endurvígður
Hjólað í vinnuna 8. - 28. maí 2024
Fjallahjólabraut og frisbígolf í Ævintýragarðinum
Framkvæmdir hófust í morgun við nýja fjallahjólabraut í Ævintýragarðinum.