Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
24. nóvember 2023

Op­inn fund­ur menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar um rými fyr­ir sköp­un og miðlun menn­ing­ar í Mos­fells­bæ verð­ur hald­inn í Hlé­garði þriðju­dag­inn 28. nóv­em­ber.

Fund­ur­inn hefst kl. 17:00 og stend­ur til kl. 19:00.

Hrafn­hild­ur Gísla­dótt­ir formað­ur menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar opn­ar fund­inn og býð­ur gesti vel­komna.

Í upp­hafi fund­ar mun mos­fellska tón­list­ar­kon­an GDRN velta upp spurn­ing­unni „Hvern­ig sköp­um við fag­legt um­hverfi fyr­ir tónlist?“

Þá verða helstu nið­ur­stöð­ur í könn­un með­al íbúa um starf­semi Hlé­garðs kynnt­ar af Vali Þor­steins­syni nema í skap­andi grein­um við Bif­röst.

Að inn­gangser­ind­um lokn­um fer fram hug­mynda­vinna og um­ræð­ur þátt­tak­enda á þjóð­fund­ar­formi und­ir stjórn borð­stjóra.

Þá mun mynd­list­ar­kon­an Ólöf Björg Björns­dótt­ir segja nokk­ur orð sem starf­andi lista­mað­ur í Mos­fells­bæ.

Að dagskrá lok­inni mun Regína Ás­valds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri slíta fundi og full­trú­ar Fé­lags aldr­aðra í Mos­fells­bæ tendra jóla­ljós­in á Hlé­garðstúni.

Öll áhuga­söm eru hvött til að taka þátt í fund­in­um.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00