Opinn fundur menningar- og lýðræðisnefndar um rými fyrir sköpun og miðlun menningar í Mosfellsbæ verður haldinn í Hlégarði þriðjudaginn 28. nóvember.
Fundurinn hefst kl. 17:00 og stendur til kl. 19:00.
Hrafnhildur Gísladóttir formaður menningar- og lýðræðisnefndar opnar fundinn og býður gesti velkomna.
Í upphafi fundar mun mosfellska tónlistarkonan GDRN velta upp spurningunni „Hvernig sköpum við faglegt umhverfi fyrir tónlist?“
Þá verða helstu niðurstöður í könnun meðal íbúa um starfsemi Hlégarðs kynntar af Vali Þorsteinssyni nema í skapandi greinum við Bifröst.
Að inngangserindum loknum fer fram hugmyndavinna og umræður þátttakenda á þjóðfundarformi undir stjórn borðstjóra.
Þá mun myndlistarkonan Ólöf Björg Björnsdóttir segja nokkur orð sem starfandi listamaður í Mosfellsbæ.
Að dagskrá lokinni mun Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri slíta fundi og fulltrúar Félags aldraðra í Mosfellsbæ tendra jólaljósin á Hlégarðstúni.
Öll áhugasöm eru hvött til að taka þátt í fundinum.
Tengt efni
Menning í mars í Kjarna laugardaginn 22. mars 2025
Blómlegir tímar í Kósí Kjarna
Menningin í Mosfellsbæ lyftir upp andanum í mars
Menning í mars hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og styðja þau sem að því standa við að kynna sig.