Mosfellsbær er í fararbroddi í nýbreytni í skólastarfi. Á næsta skólaári verður Varmárskóli fyrir 1. – 6. bekk með um 400 nemendur. Skólinn starfar í anda uppbyggingarstefnunnar og leggur áherslu á útinám.
Skólastjóri Varmárskóla ber ábyrgð á starfsemi skólans, rekstri og mannauðsmálum. Hann gegnir lykilhlutverki í að móta góðan skólabrag og samstarfsvettvang skóla og íbúa. Skólastjóri ber ábyrgð á að skólinn starfi í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá grunnskóla og stefnumörkun Mosfellsbæjar.
Mosfellsbær leitar eftir metnaðarfullum einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, býr yfir áræðni og leiðtogafærni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Leyfisbréf kennara og kennslureynsla skilyrði
- Viðbótarmenntun í stjórnun og/eða á sviði uppeldis- og menntunarfræða er skilyrði
- Þekking á stjórnsýslu, fjármálastjórnun og stefnumótunarvinnu
- Reynsla á sviði stjórnunar í mennta- og menningarstofnunum
- Þekking á sviði upplýsingatækni
- Frumkvæði, sjálfstæði og góðir skipulagshæfileikar
- Framúrskarandi lipurð og færni í samskiptum
- Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
- Almenn tungumálakunnátta
Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Umsóknarfrestur er til og með 14. apríl 2021.
Sækja skal um starfið á ráðningarvef Mosfellsbæjar. Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.
Nánari upplýsingar veitir Linda Udengård framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs í síma 525-6700 eða á linda@mos.is.
Um framtíðarstöðu er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun erusamkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.