Skólahljómsveit Mosfellsbæjar er að taka þátt í skemmtilegu verkefni með RÚV.
Í síðustu viku voru teknir upp þættir fyrir Stundina okkar. Ráðgert er að taka upp annað sett eftir áramót og þá verða málmblásturshljóðfærin í brennidepli. Krakkarnir í skólahljómsveitinni voru einstaklega frábær og til fyrirmyndar í alla staði. Tökurnar gengu mjög vel og efnið lítur mjög vel út.
Fyrsti þáttur af Stundinni okkar fer í loftið kl. 18:00 sunnudaginn 9. október og verður á dagskrá næstu tíu sunnudaga fram að desember.
Áætlaðar dagsetningar á þessum fjórum innslögum með skólahljómsveitinni sem voru tekin upp:
- 16. október – Trommur
- 23. október – Þverflautur
- 6. október – Saxfónar
- 27. október – Klarinett
Athugið að dagsetningarnar gætu breyst.
Allt efni fer síðan inn á KrakkaRÚV spilarann eftir að það er frumsýnt á sunnudegi. Þar verður að nálgast efnið hvenær sem er og deila því.
Tengt efni
Mosfellsbær fjárfestir aukalega 100 milljónum í forvarnir
Vetrarfrí í Mosfellsbæ 2024
Listaskólanum færður nýr flygill að gjöf
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri afhenti Listaskólanum formlega nýjan flygil að gjöf frá Mosfellsbæ á fyrstu tónleikum hausttónleikadaga skólans sem fóru fram 15. – 17. október í félagsheimilinu Hlégarði.