Skólahljómsveit Mosfellsbæjar er að taka þátt í skemmtilegu verkefni með RÚV.
Í síðustu viku voru teknir upp þættir fyrir Stundina okkar. Ráðgert er að taka upp annað sett eftir áramót og þá verða málmblásturshljóðfærin í brennidepli. Krakkarnir í skólahljómsveitinni voru einstaklega frábær og til fyrirmyndar í alla staði. Tökurnar gengu mjög vel og efnið lítur mjög vel út.
Fyrsti þáttur af Stundinni okkar fer í loftið kl. 18:00 sunnudaginn 9. október og verður á dagskrá næstu tíu sunnudaga fram að desember.
Áætlaðar dagsetningar á þessum fjórum innslögum með skólahljómsveitinni sem voru tekin upp:
- 16. október – Trommur
- 23. október – Þverflautur
- 6. október – Saxfónar
- 27. október – Klarinett
Athugið að dagsetningarnar gætu breyst.
Allt efni fer síðan inn á KrakkaRÚV spilarann eftir að það er frumsýnt á sunnudegi. Þar verður að nálgast efnið hvenær sem er og deila því.
Tengt efni
Vetrarfrí - Dagskrá 19. febrúar 2023
Sundlaugarskák fyrir alla fjölskylduna í Lágafellslaug og fjölskyldutími í íþróttamiðstöðinni að Varmá.
Vetrarfrí – Dagskrá 18. febrúar 2023
Sundlaugarkvöld, sundlaugarskák, wipeout-braut, flot, ilmsauna, fjölskyldugolf og fjölskylduganga á Úlfarsfell.
Vetrarfrí - Dagskrá 17. febrúar 2023
Grímusmiðja, sundlaugarskák, sundlaugarpartý, borðtennis, skák, taekwondo, fimleikafjör, handboltaæfingar, hestakynning og golfleikir.