Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fagnaði 60 ára afmæli í Hlégarði í síðustu viku þar sem núverandi og fyrrverandi nemendur spiluðu. Margt var um manninn og heppnuðust tónleikarnir einstaklega vel.
Þrír kennarar við hljómsveitina láta nú af störfum og voru heiðraðir, þau Sigrún Jónsdóttir sem er að láta af störfum eftir 7 ára starf, Jón Guðmundson sem hefur kennt við hljómsveitina síðastliðin 19 ár og Þorkell Jóelsson sem er sá eini í sögu hljómsveitarinnar sem hefur verið viðloðinn hana öll 60 starfsárin hennar. Hann var í hópi fyrstu nemenda hljómsveitarinnar þegar hún var stofnuð og hefur kennt við hljómsveitina síðan hann lauk námi á Ítalíu og átt stóran þátt í að koma mörgum hljóðfæraleikaranum á legg.