Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að kynna og auglýsa lýsingu vegna deiliskipulagsbreytingar við hjúkrunarheimilið Hamra að Langatanga skv. 1. mgr. 43. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagslýsingin kynnir áætlaða breytingu á byggingarreit lóðarinnar þar sem fyrirhugað er að stækka hjúkrunarheimilið til norðurs í átt að Skeiðholti. Markmið breytingar er að aðlaga byggingarreit að 2.860 fermetra fyrirhugaðri viðbyggingu í samræmi við undirritaða samninga Mosfellsbæjar og Framkvæmdasýslu Ríkiseigna. Lýsingin fjallar því um helstu markmið og ferli deiliskipulagsbreytingarinnar en breytingin sjálf og uppdrættir verða kynntir sérstaklega síðar.
Þau sem vilja geta kynna sér ferli verkefnisins gefst hér með kostur að skrifað umsögn um lýsinguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar ásamt helstu upplýsingum og kennitölu sendanda. Senda skal þær skipulagsnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær, eða í tölvupósti á skipulag[hjá]mos.is.
Skipulagslýsingin var auglýst í Mosfellingi.
Umsagnafrestur er frá 6. október til og með 24. október 2022.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar