Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. október 2022

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar hef­ur sam­þykkt að kynna og aug­lýsa lýs­ingu vegna deili­skipu­lags­breyt­ing­ar við hjúkr­un­ar­heim­il­ið Hamra að Langa­tanga skv. 1. mgr. 43. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

Skipu­lags­lýs­ing­in kynn­ir áætl­aða breyt­ingu á bygg­ing­ar­reit lóð­ar­inn­ar þar sem fyr­ir­hug­að er að stækka hjúkr­un­ar­heim­il­ið til norð­urs í átt að Skeið­holti. Markmið breyt­ing­ar er að að­laga bygg­ing­ar­reit að 2.860 fer­metra fyr­ir­hug­aðri við­bygg­ingu í sam­ræmi við und­ir­rit­aða samn­inga Mos­fells­bæj­ar og Fram­kvæmda­sýslu Rík­is­eigna. Lýs­ing­in fjall­ar því um helstu markmið og ferli deiliskipu­lags­breyt­ingarinnar en breyt­ingin sjálf og upp­drætt­ir verða kynnt­ir sér­stak­lega síð­ar.

Þau sem vilja geta kynna sér ferli verk­efn­is­ins gefst hér með kost­ur að skrif­að um­sögn um lýs­ing­una. At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar ásamt helstu upp­lýs­ing­um og kenni­tölu send­anda. Senda skal þær skipu­lags­nefnd Mosfells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bær, eða í tölvu­pósti á skipu­lag[hjá]mos.is.

Skipu­lags­lýs­ing­in var aug­lýst í Mos­fell­ingi.

Um­sagna­frest­ur er frá 6. októ­ber til og með 24. októ­ber 2022.

Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Tengt efni