Tillögu að skipulagsbreytingum við Bröttuhlíð sem tekin var fyrir á 607. fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar 1. mars síðastliðinn var vísað til gagngerrar endurskoðunar og rýni inna stjórnsýslu Mosfellsbæjar með nýjum áherslum frá nefndinni.
Á fundinum voru lögð fram drög að frekari umferðargreiningu sem byggðist á athugasemdum sem komu fram á samráðsfundi með íbúum og hagaðilum við Bröttuhlíð og nágrenni. Skipulagsnefnd ákvað að falla frá fyrirliggjandi tillögu og fól skipulagsfulltrúa að vinna nýja tillögu þar sem áhrif uppbyggingar á nærliggjandi svæði útfrá núverandi byggðarmynstri við Bröttuhlíð verður haft til hliðsjónar.
Bókun skipulagsnefndar var eftirfarandi:
“Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa endurskoðun tillagna með áherslu á áhrif uppbyggingar á nærliggjandi svæði. Þannig skal við frekari úrfærslur í auknu mæli líta til núverandi byggðarmynsturs við Bröttuhlíð. Skipulagsnefnd áréttar að umrætt landsvæði er og hefur á uppdráttum aðalskipulags Mosfellsbæjar verið fyrirhugað sem íbúðar- og uppbyggingarsvæði. Verkefnið skal unnið og rýnt samhliða nýju aðalskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkir því ekki að auglýsa og kynna fyrirliggjandi gögn og útfærslur.”
Fundargerð:
Tengt efni
Fundur bæjarstjórnar hefst kl. 14 miðvikudaginn 4. desember 2024
Bæjarráð heimsótti stofnanir
Bæjarfulltrúar í bæjarráði fóru í árlega heimsókn á stofnanir bæjarins í síðustu viku í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2025.
Samráð við ungmennaráð í framhaldi af foreldrafundi í Hlégarði