Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Ár­leg­ur sam­eig­in­leg­ur fund­ur Ung­menna­ráðs og bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar fór fram þann 6. maí 2025. Þar kynntu full­trú­ar Ung­menna­ráðs helstu verk­efni vetr­ar­ins og ræddu áhersl­ur sín­ar og hug­mynd­ir um bætta þjón­ustu fyr­ir börn og ung­menni í bæn­um.

Ung­mennaráð Mos­fells­bæj­ar stend­ur ár­lega fyr­ir þess­um fundi þar sem bæj­ar­full­trú­ar eru boðn­ir sér­stak­lega á fund ráðs­ins. Á dagskrá voru með­al ann­ars kynn­ing­ar á fjöl­breytt­um verk­efn­um vetr­ar­ins og af­urð­um mál­þings ung­menna sem hald­ið var í apríl síð­ast­liðn­um.

Hrós frá Ung­menna­ráði

Ung­mennaráð Mos­fells­bæj­ar færði sér­stak­ar þakk­ir fyr­ir frá­bært sam­st­arf síð­ustu ár bið bæj­ar­stjórn og Mos­fells­bæ. Sam­starf­ið hef­ur gert mögu­legt að koma á fram­færi hug­mynd­um og hrinda í fram­kvæmd fjöl­breytt­um verk­efn­um sem bæta Mos­fells­bæ fyr­ir ungt fólk.

Nokk­ur af þeim verk­efn­um sem ung­menna­ráð­ið vildi hrósa sér­stak­lega fyr­ir:

  • Hopp raf­skút­ur
  • Lengd­ur opn­un­ar­tími í sund­laug­um á virk­um dög­um
  • Lengd­ur opn­un­ar­tími í Ból­inu
  • Stræ­tómið­ar fyr­ir nem­end­ur í skól­um bæj­ar­ins
  • Berg­ið Headspace – geð­heil­brigð­isúr­ræði fyr­ir ungt fólk
  • Launa­hækk­un í Vinnu­skól­an­um
  • 500.000 kr. fram­lag til ung­menna­ráðs

Fjöl­breytt og öfl­ugt starf

Ung­mennaráð hef­ur átt fundi í vet­ur með fjöl­mörg­um að­il­um, með­al ann­ars frá Strætó bs., UNICEF, Um­boðs­manni barna, Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu og starfs­fólki Mos­fells­bæj­ar. Markmið fund­anna hef­ur ver­ið að veita ungu fólki vett­vang til að koma sjón­ar­mið­um sín­um á fram­færi og taka þátt í mót­un sam­fé­lags­ins.

Í apríl hélt ráð­ið vel heppn­að mál­þing þar sem fjöldi hug­mynda og til­lagna var sett­ur fram — marg­ar þeirra voru nýtt­ar sem grunn­ur að um­ræð­um á fund­in­um með bæj­ar­stjórn.

Helstu til­lög­ur Ung­menna­ráðs 2025

Sam­göng­ur og að­gengi

  • Bæta að­gengi fatl­aðra að strætó.
  • Sam­ræma strætó­leið­ir (7 og 15) inn­an Mos­fells­bæj­ar.
  • Tryggja að skóla­tím­ar og stræt­ó­tím­ar passi sam­an.

Skóla­líf og að­staða

  • End­ur­nýja brettap­all sem lofað var en hef­ur ekki ver­ið reist­ur.
  • Setja upp körfu­bolta­velli við alla skóla.
  • Sam­ræma mat­ar­til­boð milli skóla – t.d. með morg­un­mat eins og hafra­graut og mögu­leika á að kaupa holl­an mat (t.d. skyr, boost, ávexti).
  • Meta þátt­töku í Ung­menna­ráði sem val­fag.
  • Gera skóla­sund val­kvætt fyr­ir nem­end­ur í 9. og 10. bekk.
  • Bæta að­stöðu fyr­ir tón­list­ar- og sam­spil­sæfing­ar.

Um­hverfi og við­burð­ir

  • Auka lýs­ingu á göngu­stíg­um og fjölga rusla­tunn­um.
  • Nýta sum­ar­ið bet­ur til að skreyta bæ­inn og skipu­leggja fleiri smærri við­burði.
Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00