Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Bóka­safn­ið og Lista­sal­ur­inn voru í þriðja sinn með í hinu ár­lega Safna­næturæv­in­týri föstu­dag­inn 8. fe­brú­ar sl.

Dag­skrá­in var fjöl­breytt og skemmti­leg. Gunn­ar Helga­son rit­höf­und­ur skemmti börn­um og for­eldr­um af sinni al­kunnu snilld og stýrði stór­skemmti­legri keppni þar sem börn áttu að bíta í sítr­ónusneið án þess að sýna við­brögð. Þessi „ekki-grettu-keppni“ heppn­að­ist mjög vel. Mynd­um af keppn­inni var deilt á Face­book­síðu Bóka­safns­ins og þátt­tak­and­inn á mynd­inni sem fær flestu lækin fær smá glaðn­ing.

Síð­ar um kvöld­ið var lista­mað­ur­inn Stein­unn Eik Eg­ils­dótt­ir með leið­sögn um sýn­ingu sína FROST. Þá tók kaffi­húsa­stemn­ing við og Svavar Knút­ur lék ljúfa tóna ásamt því að lesa upp úr nokkr­um bók­um. Boð­ið var upp á kaffi og létt­ar veit­ing­ar. Að lok­um spil­uðu ung­ir og upp­renn­andi lista­menn frá Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar sig inn í hjörtu við­staddra.

Rat­leik­ur var í gangi allt kvöld­ið og mik­ill fjöldi tók þátt. Fimm svar­seðl­ar voru voru dregn­ir út og geta fimm heppn­ir þátt­tak­end­ur sótt verð­laun sín í Bóka­safn­ið, en þau eru:

  • María Guð­munds­dótt­ir
  • Kári Björn Reyk­dal
  • Þóra Kir­stín Hjalta­dótt­ir
  • Bald­vin Þór­ir Dav­íðs­son
  • Guð­mar Pét­urs­son

Búið er að hafa sam­band við vinn­ings­hafa. Við þökk­um þeim sem mættu fyr­ir ánægju­lega stund.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00