Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Þriðju­dag­inn 15. ág­úst var ný hringsjá vígð á toppi Reykja­borg­ar í til­efni að af­mæli Mos­fells­bæj­ar.

Geng­ið var á fell­ið und­ir leið­sögn Skáta­fé­lags­ins Mosverja. Um 70 manns mættu í göng­una og var al­menn ánægja með hringsjána sem þótti afar vel heppn­uð.

Hringsjá­in er loka­hnikk­ur í verk­efn­inu stik­að­ar göngu­leið­ir í Mos­fells­bæ sem hófst 2009 sem sam­starfs­verk­efni skát­anna og Mos­fells­bæj­ar en á upp­tök að rekja til árs­ins 2006 þeg­ar hug­mynd­ir að verk­efn­inu komu fram. Nú hafa ver­ið stik­að­ir um 90 km, sett upp 10 bíla­stæði, 12 upp­lýs­inga­skilti, 8 fræðslu­skilti, 30 veg­prest­ar, 5 göngu­brýr og göngu­kort prentað í um 25 þús­und ein­tök­um.

Hringsjá­in er 60 cm í þver­mál, byggð upp á sér­inn­fluttri 6 mm þykkri kop­ar­skífu sem er króm­húð­uð til varn­ar. Skíf­an er fest á stálsúlu og grjótvarða hlað­in í kring­um súl­una til að fá fal­legt út­lit.

Þeg­ar ákveð­ið var að reisa hringsjá í Mos­fells­bæ voru mörg fjöll skoð­uð m.t.t. stað­setn­ing­ar. En eft­ir að geng­ið var á Reykja­borg voru all­ir að­il­ar sam­mála um að það væri besta stað­setn­ing­in enda út­sýni yfir Mos­fells­bæ ein­stakt til allra átta.

Jakob Hálf­dán­ar­son tækni­fræð­ing­ur sá um hönn­um á skíf­unni, enda manna fróð­ast­ur um gerð hringsjáa. Vélsmiðj­an Orri smíð­aði stálsúlu und­ir skíf­una. Garð­menn hlóðu vörð­una í kring­um stálsúl­una. Gott sam­st­arf um­hverf­is­sviðs/þjónstu­stöðv­ar og Æv­ars Að­al­steins­son hjá Skáta­fé­lag­inu Mosverj­um. Land­eig­end­ur að Ökr­um var sér­stak­lega þakkað fyr­ir að heim­ila stað­setn­ingu hringsjár­inn­ar á Reykja­borg.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00