Þriðjudaginn 15. ágúst var ný hringsjá vígð á toppi Reykjaborgar í tilefni að afmæli Mosfellsbæjar.
Gengið var á fellið undir leiðsögn Skátafélagsins Mosverja. Um 70 manns mættu í gönguna og var almenn ánægja með hringsjána sem þótti afar vel heppnuð.
Hringsjáin er lokahnikkur í verkefninu stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ sem hófst 2009 sem samstarfsverkefni skátanna og Mosfellsbæjar en á upptök að rekja til ársins 2006 þegar hugmyndir að verkefninu komu fram. Nú hafa verið stikaðir um 90 km, sett upp 10 bílastæði, 12 upplýsingaskilti, 8 fræðsluskilti, 30 vegprestar, 5 göngubrýr og göngukort prentað í um 25 þúsund eintökum.
Hringsjáin er 60 cm í þvermál, byggð upp á sérinnfluttri 6 mm þykkri koparskífu sem er krómhúðuð til varnar. Skífan er fest á stálsúlu og grjótvarða hlaðin í kringum súluna til að fá fallegt útlit.
Þegar ákveðið var að reisa hringsjá í Mosfellsbæ voru mörg fjöll skoðuð m.t.t. staðsetningar. En eftir að gengið var á Reykjaborg voru allir aðilar sammála um að það væri besta staðsetningin enda útsýni yfir Mosfellsbæ einstakt til allra átta.
Jakob Hálfdánarson tæknifræðingur sá um hönnum á skífunni, enda manna fróðastur um gerð hringsjáa. Vélsmiðjan Orri smíðaði stálsúlu undir skífuna. Garðmenn hlóðu vörðuna í kringum stálsúluna. Gott samstarf umhverfissviðs/þjónstustöðvar og Ævars Aðalsteinsson hjá Skátafélaginu Mosverjum. Landeigendur að Ökrum var sérstaklega þakkað fyrir að heimila staðsetningu hringsjárinnar á Reykjaborg.
Tengt efni
Fögnum fjölbreytileikanum - Regnbogagata máluð í Mosfellsbæ
Í dag, miðvikudaginn 9. ágúst, á 36 ára afmælisdegi Mosfellsbæjar, tóku bæjarstjóri og bæjarfulltrúar til hendinni og máluðu regnbogagötu fyrir framan félagsheimilið Hlégarð.
35 ára afmæli Mosfellsbæjar
Í dag 9. ágúst 2022 fagnar Mosfellsbær 35 ára afmæli sínu en bærinn fékk kaupstaðarréttindi 9. ágúst 1987.
Í túninu heima 2021 – afmæli Mosfellsbæjar
Engin formleg dagskrá verður á vegum Mosfellsbæjar á bæjarhátíðinni Í túninu heima.