Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. júlí 2018

Unn­ið er því þessa dag­ana að gera tröpp­ur upp norð­an­vert Úlfars­fell­ið.

Göngu­leið­ina kalla skát­arn­ir Skar­hóla­mýri en gott sam­st­arf hef­ur ver­ið á milli Mos­fells­bæj­ar og skáta­fé­lags­ins Mosverja um bætt að­gengi að úti­vist­ar­svæð­um í kring­um bæ­inn.

Stik­að­ar hafa ver­ið um 90 km af göngu­leið­um auk þess sem út­bú­in hafa ver­ið bíla­stæði, girð­inga­stig­ar, göngu­brýr og nú tröpp­ur.

Tröpp­ur nánast alla leið

„Það var orð­ið hættu­legt að labba hérna í drull­unni,“ seg­ir Ævar Að­al­steins­son verk­efna­stjóri fyr­ir hönd Mosverja. „Fyr­ir tveim­ur árum var ákveð­ið að hefjast handa hér við Skar­hóla­braut. Leið­in er það brött upp að þetta eru eig­in­lega bara tröpp­ur alla leið. Við gerð­um 110 þrep í fyrra og þau munu verða eitt­hvað fleiri í ár. Þetta verða því hátt í 250 þrep eft­ir sum­ar­ið. Þetta er vin­sæl göngu­leið og hæg heima­tökin fyr­ir Mos­fell­inga að ganga hér upp og njóta nátt­úr­unn­ar.“

Fal­ið leynd­ar­mál Mos­fell­inga

Guð­mund­ur Frið­jóns­son „skátapabbi“ kem­ur einn­ig að verk­efn­inu og seg­ir þetta breyta miklu og færa um­ferð­ina á stíg­inn. „Gróð­ur­inn í kring nær þá von­andi að jafna sig. Þetta er ákveð­ið til­rauna­verk­efni með mott­urn­ar sem við not­um en þær eru úr end­urunnu plasti og hafa hald­ið mjög vel.“ Guð­mund­ur seg­ir að færri viti af þess­ari leið upp á fell­ið og hún sé í raun fal­ið leynd­ar­mál. „Það er góð þjálf­un að koma hér í al­vöru palla­leik­fimi úti í nátt­úr­unni.“

Göngu­leiða­kort

Hægt er að nálg­ast kort yfir göngu­leið­ir í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar, sund­laug­un­um, bóka­safn­inu og víð­ar. Einn­ig má finna kort á vef Mos­fells­bæj­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00