Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
29. nóvember 2023

Um 60 manns tóku þátt í opn­um fundi menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar um rými fyr­ir sköp­un og miðlun menn­ing­ar í Mos­fells­bæ sem hald­inn var í Hlé­garði 28. nóv­em­ber.

Í upp­hafi fund­ar velti mos­fellska tón­list­ar­kon­an GDRN upp spurn­ing­unni „Hvern­ig sköp­um við fag­legt um­hverfi fyr­ir tónlist?“. Hún deildi þar reynslu sinni sem starf­andi lista­mað­ur, og lýsti þeirri um­gjörð sem Tón­hyl­ur starf­ar eft­ir en þar er hún með að­stöðu ásamt mörg­um öðr­um lista­mönn­um. Þá kynnti Val­ur Þor­steins­son, nemi í skap­andi grein­um við Bif­röst, helstu nið­ur­stöð­ur könn­un­ar með­al íbúa um starf­semi Hlé­garðs. Þar næst hélt mynd­list­ar­kon­an Ólöf Björg Björns­dótt­ir hug­vekju um hvern­ig það er að vera starf­andi lista­mað­ur í Mos­fells­bæ. Taldi hún mik­il­vægt að vera með í þeim uppá­kom­um og við­burð­um sem fram fara í bæn­um og að vera þar sem hjartað slær.

Að inn­gangser­ind­um lokn­um fór fram hug­mynda­vinna þátt­tak­enda á þjóð­fund­ar­formi und­ir stjórn borð­stjóra. Um­ræð­ur voru líf­leg­ar og ljóst að þátt­tak­end­um þótti til mik­ils að vinna að styðja við sköp­un í sveit­ar­fé­lag­inu.

Að dagskrá lok­inni tendr­uðu full­trú­ar Fé­lags aldr­aðra í Mos­fells­bæ jóla­ljós­in á Hlé­garðstúni, en ljósa­skreyt­ing Hlé­garðstúns var ein af þeim hug­mynd­um sem kosn­ar voru til fram­kvæmd­ar í lýð­ræð­is­verk­efn­inu Okk­ar Mosó á ár­inu 2021, og hafa glatt bæði börn og full­orðna.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00