Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2021 fer fram laugardaginn 11. september og í Mosfellsbæ byrjar hlaupið kl. 11:00 á Íþróttavellinum að Varmá.
Hægt er að hlaupa 900 m, 3 km, 5 km eða 7 km.
Í meira en þrjá áratugi hefur Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ stuðlað að lýðheilsu kvenna og samstöðu. Kvennahlaup nútímans snýst um hreyfingu sem hentar hverjum og einum, samveru kynslóðanna, líkamsvirðingu, sanngirni, umhverfismeðvitund og valdeflingu. Einkunnarorð Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ 2021 eru „Hlaupum saman“.
Í ljósi Covid-19 verða gerðar ráðstafanir um fjölda þar sem það á við og allar reglur virtar skilyrðislaust. Þátttakendur eru hvattir til að gera sínar eigin ráðstafanir og virða þessar aðstæður.
Tengt efni
Menningin í Mosfellsbæ lyftir upp andanum í mars
Menning í mars hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og styðja þau sem að því standa við að kynna sig.
Dagur Listaskólans 1. mars 2025
Uppljómað Helgafell á Vetrarhátíð 2025