Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar mun núna í fyrsta sinn heiðra sjálfboðaliða ársins í samstarfi við íþrótta- og tómstundafélög í bænum.
Leitað er eftir tilnefningum um sjálfboðaliða sem hefur með framúrskarandi hætti bætt íþrótta- og tómstundastarf í Mosfellsbæ.
Sjálfboðaliði ársins verður heiðraður samhliða vali á íþróttafólki Mosfellsbæjar.
Allar ábendingar þurfa að berast í gegnum þjónustugátt Mosfellsbæjar fyrir 9. janúar 2023.
Íþrótta- og tómstundanefnd
Tengt efni
Samstarfssamningar við íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellsbæ undirritaðir
Samningarnir gilda frá árinu 2022 til ársins 2024.
Samstarfssamningar við íþrótta- og tómstundafélög undirritaðir
Endurnýjun samstarfssamninga við íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellsbæ.
Arnór Róbertsson - Sundmaður Aftureldingar 2017
Arnór er 16 ára og hefur æft sund með UMFA í 10 ár. Helstu afrek Arnórs á árinu voru að ná lágmörkum og keppa á Aldursflokkameistaramótinu (AMÍ) í júní.