Kjósarsýsludeild Rauða krossins aðstoðar Varmárskóla og Lágafellsskóla við foreldrarölt á föstudags- og laugardagskvöldum og óskar eftir sjálfboðaliðum til starfsins.
Komið er saman í Þverholti 7 kl. 22:00 bæði kvöldin og rölt eftir stutt spjall og kaffisopa. Tilgangur með foreldraröltinu er m.a. að tryggja börnum okkar betra umhverfi í Mosfellsbæ. Sjálfboðaliða vantar til að aðstoða við röltið. Ef þú hefur tök á að rölta með okkur í vetur (þó ekki væri nema einu sinni til tvisvar á önn) þá tekur Rauði krossinn við skráningum í rölthópinn í síma 564-6035.
Tengt efni
Vetrarfrí í Mosfellsbæ 2024
Bréf til foreldra vegna vopnaburðar barna og ungmenna
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Mosfellsbæ
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum er hafið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ.