Bæjarblaðið Mosfellingur hefur útnefnt Sigmar Vilhjálmsson, sem er betur þekktur sem Simmi Vill, Mosfelling ársins 2020.
Sigmar opnaði nýlega veitingastaðinn Barion í Mosfellsbæ.
„Það er skemmst frá því að segja að viðbrögðin við Barion hafa verið fram út björtustu vonum, þrátt fyrir að standa frammi fyrir stórum rekstraráskorunum vegna COVID-19. Við lögðum upp með að skapa stað fyrir alla Mosfellinga, bjóðum upp á fjölbreyttan matseðil á góðu verði, góða þjónustu ásamt því að standa fyrir alls konar viðburðum. Okkur hefur verið tekið rosalega vel og fyrir það erum við þakklátir. Á árinu opnuðum við einnig Barion Bryggjuna og Minigarðinn, en þess má geta að höfuðstöðvar fyrirtækisins eru og verða í Mosó.“ segir Sigmar í viðtali við Mosfelling.
Sigmar sem er fæddur og uppalinn á Egilsstöðum hefur verið búsettur í Mosfellsbæ frá árinu 2007 og segist kunna vel við bæjarbraginn og hafa langað að synir hans myndu alast upp í samfélagi eins og Mosfellsbær er.
Tengt efni
Dóri DNA Mosfellingur ársins 2023
Mosfellingur ársins 2023 er skemmtikrafturinn og höfundurinn Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA.
Halla Karen valin Mosfellingur ársins 2022
Mosfellingur ársins 2022 er Halla Karen Kristjánsdóttir íþróttafræðingur og formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar.
Elva Björg valin Mosfellingur ársins 2021
Mosfellingur ársins 2021 er Elva Björg Pálsdóttir forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ, en bæjarblaðið Mosfellingur stendur fyrir valinu.