Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. mars 2021

Opið er fyr­ir um­sókn­ir á sér­stök­um íþrótta- og tóm­stunda­styrkj­um fyr­ir börn sem búa á tekju­lægri heim­il­um.

Opið er fyr­ir um­sókn­ir á sér­stök­um íþrótta- og tóm­stunda­styrkj­um fyr­ir börn sem búa á tekju­lægri heim­il­um þar sem mark­mið­ið er að jafna tæki­færi þeirra til þátt­töku í skipu­lögðu íþrótta- og tóm­stund­astarfi. Styrk­irn­ir koma til við­bót­ar hefð­bundn­um íþrótta- og tóm­stunda­styrkj­um sveit­ar­fé­laga.

Hægt er að sækja um styrk fyr­ir börn sem fædd eru á ár­un­um 2005-2014 og búa á heim­ili þar sem heild­ar­tekj­ur heim­il­is­ins voru að með­al­tali lægri en 740.000 kr. á mán­uði á tíma­bil­inu mars – júlí 2020. Styrk­ur­inn er 45.000 kr. á hvert barn og um 13.000 börn eiga rétt á styrkn­um.

Sveit­ar­fé­lög­in ann­ast af­greiðslu styrk­umsókna eft­ir að búið er að kanna rétt til styrks­ins inni á Ís­land.is.

Styrk­ina er hægt er að nota til nið­ur­greiðslu á þátt­töku­gjöld­um vegna íþrótta­iðkun­ar, tón­listanáms eða ann­arra tóm­stunda. Sótt er um styrk­inn á þjón­ustugátt Mos­fells­bæj­ar.

Rann­sókn­ir hafa sýnt að mik­il­vægt er að halda sem flest­um börn­um virk­um í íþrótta- og frí­stund­astarfi og tryggja jafnt að­gengi barna og ung­linga að slíku starfi.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00