Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. nóvember 2018

Á fundi bæj­ar­ráðs þann 11. októ­ber var bæj­ar­stjóra heim­ilað að und­ir­rita sam­starfs­samn­ing Mos­fells­bæj­ar og Ung­menna­fé­lags­ins Aft­ur­eld­ing­ar vegna ár­anna 2018-2022.

Meg­in­markmið samn­ings­að­ila er að tryggja öfl­ugt og fjöl­breytt íþrótt­ast­arf í Mos­fells­bæ, bjóða börn­um og ung­ling­um upp á skipu­lagt íþrótt­ast­arf og hlúa að keppn­is- og af­reksí­þrótta­fólki.

Skrif­að var und­ir samn­ing­inn á bæj­ar­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar þann 15. októ­ber.

„Það er mjög mik­il­vægt að nú liggi fyr­ir samn­ing­ur milli Aft­ur­eld­ing­ar og Mos­fells­bæj­ar og samn­ings­að­il­ar hafa þá trú að þessi samn­ing­ur verði lyftistöng fyr­ir íþrótta­líf­ið í Mos­fells­bæ,“ seg­ir Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri.

Finna fyr­ir mikl­um stuðn­ingi

„Sam­kvæmt samn­ingn­um er nú lagt meira fé til að efla bæði barna- og ung­lingast­arf en einn­ig hlúð að keppn­is- og af­reksí­þrótta­fólki inn­an fé­lags­ins. Þá ligg­ur fyr­ir frek­ari upp­bygg­ing á íþrótta­svæð­inu við Varmá, sem er bygg­ing fjöl­nota íþrótta­húss.“

Við sama til­efni sagði Birna Kristín Jóns­dótt­ir formað­ur Aft­ur­eld­ing­ar það afar ánægju­legt að nýr og end­ur­bætt­ur samn­ing­ur Aft­ur­eld­ing­ar og Mos­fells­bæj­ar væri í höfn. „Það er ákaf­lega mik­il­vægt fyr­ir íþrótta­fé­lag eins og Aft­ur­eld­ingu að hafa öfl­ug­an bak­hjarl eins og Mos­fells­bær svo sann­ar­lega er. Við finn­um fyr­ir mikl­um stuðn­ingi frá sveit­ar­fé­lag­inu og vænt­um mik­ils af sam­starf­inu næstu fjög­ur árin.”

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00